Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1908, Síða 8

Æskan - 01.08.1908, Síða 8
64 Æ S K A N til starfa á nýjan leik. Hann taldi ræmurnar og er liann var búinn með 167 utanáskriftir lagði hann frá sér pennann á sama stað, þar sem hann lá áður, og sagði: »Eina krónu!« slökti hann síðan ljósið og fór upp að sofa. Daginn eftir, er fjölskyldan sat að middagsverði, var faðirinn í mjög góðu skapi; hann liafði ekki orðið var við neitt. Hann var orðinn svo vanur við að skrifa liina sömu nafnaröð aftur og aftur, að hann gat liaft hugann á allt öðru. Hann var heldur aldrei vanur að lelja ræmurnar á kvöldin, er hann liælti, þannig gat honum dulist þetta. Hann klappaði glaður í hragði syni sín- um á öxlina og sagði: Giulio, eg er alls ekki orðinn svo ónytur ennþá; á tveimur tímum í gærkveldi hef eg slcrifað þriðj- ungi meira cn eg cr vanur. Höndin er enn þá ekki orðin svo óstyrk, og augun duga víst um hríð«. Og Giulio hugsaði með sér: Elsku pabbi, fyrir utan á- góðann af staríi mínu, fær hann einnig nýja gleði, og yngist upp í huga!«. Þar sem þetta hepnaðist svo vel, varð drengurinn djarfari, og fór aftur á fætur næstu nólt eftir lágnælli og tók að skrifa. Fór það á sömu leið og fyr, að enginn varð var við það; hélt hann svo fram uppteknum hætli nólt eftir nótt. Föður hans grunaði ekkert. Eilt sinn sagði hann þó undir horðum að kveldverði: »Mér þykir kynjum sæta, hve mikilli steinolíu hefur verið’eytt hjerna í húsinu um tíma!« Giulio lirökk við og roðnaði, en svo var ekki lalað meira um þelta, og næturskriftunum hélt áfram. Áfrh. Ath. *) Giulio er framborið Djúlio og er sama nafnið og Júlíus. Gröíuglyndi. Einu siuni fóru um 20 manns á bát yfir breiða á í Rúslandi. Á miðju Iljót- inu skall straumfallið þannig á hátnum, að honum hvolfdi og allir duttu í ána. Einn af þeim 20 náði eftir mikla erf- iðismuni í bátinn. Það var ungur bóndason Vincenz Krzepinskij að nafni, sterkur og gjörvilegur maður. Hann var syndur vel. I skyndi snar- aði hann sér úr fötunum og stökk út aftur tii þess að bjarga hinum. Náði hann i einn og einn og féklc þannig horgið 17, sem að öðrum kosti mundu liafa druknað. íbúum bæjarins, þar sem slysið vildi til, fanst svo mikið til dáðaverks þessa, að þeir þegar í stað á bakkanum skutu fé saman handa björgunarmanninum, sem hafði mist öll föt sín í hátnum. En hann vildi ekki þiggja þær .‘500 Ruhlur, sem safnast höfðu, heldur stakk liann upp á því, að féð gengi til aðstandenda þeirra, er hann hafði eigi getað bjargað. Aðeins þá hann nauð synlegustu ílíkur, til þess að komast heim lil sín. Prentsmiðian Gutenberg.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.