Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 5

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 5
1910 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR III minsta ónálivæmni eða missögn. — Og svo komu nú þessi jól. Ég kom hlaupandi lieim úr skólanum snemma á aðfangadaginn. Alt var svo ágætt. Ég álti frí og logndrífa var úti, eins og vera ber á jólum, og heima í eldhúsinu vissi ég að mamma stóð og var að hnoða deig í smákökur og pipar- hnetur. Við gátum ekki hugsað okkur neitt skemtilegra, því mamma var ekkja og átti heldur örðugt uppdráttar, svo að kökur og sætindi voru ekki að jafnaði á boðstólum. En það var nú reyndar enginn skaði, því þess meira sælgæti var það, þá sjaldan sem við fengum það. Systkini mín gátu ekki slitið sig frá þeirri fágætu sjón, að sjá mömmu búa til kökurnar, og vildu því ekki koma út að leika sér. En í mér var meiri jólaóþreyja en svo, að ég gæti hafst við inni í litla eldhúsinu. Eg liljóp því út aftur. Og með þvi að ég var í svo góðu skapi, þá var það hið fyrsta sem ég gerði að hnoða vænan snjóbolta og kasta hon- um eillhvað út í loftið. Það var nokk- urs konar fagnaðarskot. En það dofn- aði heldur en ekki yfir gleði minni, er ég lieyrði glamra í rúðubrotum spölkorn niður í götunni, og sá að rúða liafði brotnað á efri liæð stóra, gula liússins, þar sem amtmaðurinn bjó. Eg man greinilega hugsanir mínar á því augnabliki. Fyrst og fremst gat ég ekki látið vera að taka eftir því, að þelta var ágætlega kastað, bæði langt og þó með góðum krafli. Mölbrotna rúðan sagði til sín. I3ar næst varð mér það ljóst, að þetta var ljóla sagan. Mamma mundi verða reið og hún yrði að borga rúðuna, en hún var svo fátælc, að hana dró um hin minstu óvænt útgjöld. Og að þetta skyldi koma fyrir einmitt nú, á jólunum, undir eins í byrjun þeirra, þegar við öll vorum svo glöð og hlökk- uðum svo mjög til kvöldsins, — það var þrautin þyngri. Mér leið mjög illa. — En svo datt mér í hug', að verið gæti að enginn hefði séð, að það var ég sem braut rúðuna. Það vildi svo vel til, að enginn var á ferð um götuna og engan var að sjá við gluggana í næstu liúsum, og auk þess huldi fjúkið mig að mestu. Það var því mjög líklegt, að enginn þyrfti nokkurn tíma að vita, liver hefði kastað snjóboltanum í rúðuna. Ég flýtti mér inn í skot eitt milli húsa, til þess að liugsa málið. Þér megið nú ekki halda, að ég ætli að fara að hæla sjálfum mér, — nei, fjarri fer því. Ég veit með vissu, að það var ekki minn eiginn góði vilji, heldur liinar kröftugu áminningar móður minnar um hreinskilni og ráðvendni, sem komu mér til að líta öðru vísi á málið en áður. Ég tólc alt í einu undir mig stökk og þrammaði gegnum snjóinn að gula hús- inu og gekk þar inn. Uppi við hurðina inn að íbúð amtmannsins hékk ákaflega digur dumbrauður bjöllustrengur og var á enda hans voðastór skúfur. Ég liafði aldrei áður séð neitt þvilíkt, og fanst mér ógn og skelíing standa af streng þessum, svo eg þorði varla að snerta liann. Það bætti heldur ekki úr skák, að ég heyrði afarmikinn gauragang og liáreysti inni. Fór nú heldur en ekki að fara um mig

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.