Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 7

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 7
1910 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR V svo dátt og ætlaði bráðum að koma til okkar. Marnma hlustaði á sögu rnína, meðan hún var að strá kaneli á kökurn- ar, og ég vonaði að hún mundi geta ráðið fyrir mig þessa gátu. En það var eins og hún gæti það ekki; því þegar ég hafði lokið sögunni, sagði hún mér að segja sér hana aftur og hugsa mig vel um, hvort ég hefði ekki gleymt neinu úr henni. En meðan ég var að segja söguna í annað sinn, sást til amtmanns- ins fyrir utan; hann var í loðkápu og með borðalagða húfu. Þótt hann hefði verið vingjarnlegur við mig heima hjá sér, greip mig samt kvíði er ég sá liann koma. Mamma sá að ég var liræddur og tók liönd rnína, hélt í liana og sagði: »Þú gerðir það ekki viljandi, og fórst sjálfur og játaðir það hreinskilnislega, svo að þú þarft ekki að vera hræddur«. En mamma liefði ekkert þurft að segja, því frá þvi augnabliki, er ég fann hönd hennar utan um höndina á mér, hvarf allur ótti, og ég held að eg hefði verið rólegur, þótt óarga dýr hefðu verið í för með amlmanninum. Gesturinn heilsaði okkur öllum mjög vingjarnlega og sagði síðan við mömmu: »Ég liefi flýtt mér hingað eins og ég gat, því ég var liræddur um að þér mynduð ef til vill sneypa son yðar, en það vil ég segja yður, góðasta, að ef þér hafið gert það, þá — —«. »Það liefi ég alls ekki gert, herra amt- maður«, flýtti liún sér að segja. »En ég skil að eins ekki — —«. »Já, haldið þér að ég skilji heldur í því!« sagði amtmaðurinn, sem var nú seztur í græna hægindastólinn, hásætið hennar mömmu rninnar; hafði stóllinn verið í skyndi fluttur fram í eldhúsið, afþví að amtmaðurinn fékst ekki lil að koma inn i dagstofuna; kvaðst hann ekki vilja drýgja slíkt lielgibrot, að hindra nokkurn í því að baka kökur lianda börnunum til jólanna. »Nei, það er sannarlega ekki lilaupið að því að skilja í slíku«, sagði hann svo; »því sjáið þér, heillakona góð! Ég kom í dag beint heim af skrifstofunni og var blár í gegn af kulda. Hugkvæmdist mér þá að taka mér ofurlítinn dúr í morgun- sloppnum mínum til að hita mér. En þá vildi konan mín endilega velgja mér enn meira með einu glasi af jólapúnsinu, sem liún var nýbúin að setja saman. En nú er púns svona árdegis viðsjáls- gripur og sagði ég því þrisvar nei, en i fjórða skiftið lét ég undan, því þegar konan manns vill fá einhverju framgcngt, þá tekst henni það; já, heillakona, svo er það. Alt þelta er nú auðskilið, en svo kemur það sem ekki verður úr skorið. Vinnustúlkan kom inn og skaraði í ofn- inn. Hún er nú liálfgerð skvetta, því verður ckki neitað; en svo liafði ég líka farið að eiga eitthvað við ofninn, og það rneira að segja gleraugnalaust, því þau hafði ég tekið af mér. Og nú keniur vafaspurningin: Hvort okkar heílr sett glæður ofan á gólfið? En víst er það, að eldur komst í gólfdúkinn og tók til að brenna með miklu fjöri. Og ég svaf eins og steinn og varð einskis var — það var nú púnsinu að kenna! — Engum

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.