Æskan

Volume

Æskan - 24.12.1910, Page 10

Æskan - 24.12.1910, Page 10
VIII JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1910 ÚN Rikka frænka býr í litlu húsi langt vestur í bæ. Það væri ekki ósennilegt, að lienni leiddist að vera svona einmana. En hún á marga vini, bæði systur- og bróðurhörn, sem oft koma lil hennar. Og ætíð er hún viðbúin að taka á móti þeim með vingjarnleik í orði og viðmóti, og — það sem ekki er minst í varið: hún á jafnan góðar heimabakaðar kök- ur i pjáturbauknum í skápnum sínum. Það fer heldur en ekki að liýrna yfir litlu gestunum, þegar Rikka frænka opnar skápinn og tekur út baukinn, því þá vita þeir hvað í vændutn er. Já, Rikka frænka er gjafmild og hug- ul. Engan vill liún láta írá sér fara, fyr en liún er búin að gleðja hann á einhvern liátt. Hafi hún elcki börnin að gleðja, eða einhvern fátæklinginn, þá beinir hún hugulseminni til litlu fugl- anna, sem koma að glugganum á hús- inu liennar. Meðal þeirra á hún marga vini. I3eir eiga svo gott friðland hjá glugganum hennar, og tína með fögnuði brauðmylsnuna, sem hún fleygir út til þeirra úr bauknum sínum. Aldrei er Rikka frænka svo þreytt eða döpur í bragði, að hún leiki ekki eins og á alsoddi af ánægju, þegar litlu gestirnir hennar koma, og leitist við að gleðja þá á alla lund, — livort sem þeir eru í kjólum eða buxum, eða með vængjum. En — stundum andvarpar hún svo þungan og mæðilega. Og þó er hún ætíð jafn vingjarnleg, og veit ekki hvern- ig liún á sem hezt að gera við gesti sína. Stundum hafði það borið við áður fyr, að hún bar vín á borð, þegar mik- ið var um að gera. En nú kom það aldrei fyrir. Og það var af völdum Friðriks litla, frænda hennar, að hún liætti þvi. Ekki svo að skilja, að hún væri honum gröm fyrir það — síður en svo; nei, hún unni honum enn meira upp frá þeim degi. Hann var bróðursonur hennar, hann Friðrik litli, og var á tíunda ári er þetta gerðist. I3að var á aðfangadag jóla. Friðrik var sendur til frænku, til að bjóða lienni að koma yfir til pabba hans og vera þar um jólanóttina, eins og venja var til. — Ósköp finst mér vera langt síðan þú komst til mín síðast, nrælti Friðrika; ég hélt að þú værir alveg búinn að gleyma henni Rikku frænku. En nú

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.