Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 11

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 11
1910 JÖLABLAÐ ÆSKUNNAR IX skaltu sannarlega fá að reyna, hve góð- ar jólakökur ég liefi búið til. Mér hepn- aðist svo prýðilega að baka þær. Reynd- ar áttu það þó ekki skilið, hnokkinn þinn, sem ekki hefir látið mig sjá þig svo óvenju-lengi. — Já, en — góða frænka mín, þú veizt að ég heíi svo mikið að læra, og svo er nú líka svo gott skautasvell á Tjörninni. — Já, svo kvað vera, og þið dreng- irnir eruð svo ólmir í þá skemtun um þessar mundir; enda er það ekki nema gott, að þið leikið ylckur úti í tómstund- unum, þegar þið liaíið svona mikið að læra þess á milli. Frænka var nú farin inn í hliðar- kompuna, en kom brátt aftur með bakka og góðgæti á. ■— Nú verður þú að bragða á kökunum minum og i'á þér vínsopa með, af því að það er aðfangadagur. — Þakka þér fyrir, frænka mín, en ég drekk ekki vín. — Hva — hvað segirðu, drengur? mælti frænka og var alveg forviða. — Nei, nú er ég orðinn Goodtemplar, frænka min. — Goodtemplar? — Nei, nú held ég þú sért að gera að ganini þínu. Hvernig kom þér til hugar að finna upp á því? Er langt síðan? — Eg er búinn að vera á þrem fund- um. Það er sem sé 3 vikur síðan ég gekk í stúkuna. Eg fór þangað fyrst með honum Bergi leikbróður mínum, og þar var mesti sægur af krökkum. Þau voru þar á fundi. Fundarstjórinu var fullorðinn maður; hann talaði svo mik- ið um drykkjuskapiun, og það var víst alt satt sem hann sagði. Hann sagði okkur frá svo mörgum mönnum, sem höfðu spilzt og orðið ógæfusamir afþví að drekka öl og brennivín. Og svo las hann og börnin ýmsar skemtilegar sög- ur; svo sungu þau, og það var svo und- ur skemtilegt. Að lokum bað hann okk- ur öll að bragða aldrei áfenga drykki, því að af þeim hlytist svo mikið ilt. — Á næsta fundi gekk ég í stúkuna, og ég lolaði því, að bragða aldrei öl né vín, eða nokkurt áfengi. — Já, menn sem drekka mikið og eru orðnir spiltir af víndrykkju, — þeim er það vist gott að ganga í bindindi, mælti frænka. En ég skil ekki hvaða nauð- syn það er fyrir svona frískan snáða eins og þig, að ganga í bindindi. — Jú, frænka mín, hann sagði okkur um svo marga drengi, sem engan liafði grunað að mundu verða drykkjumenn, en urðu það þó. Hann gat um einn, sem hefði átt að verða prestur eftir 3 ár, en nú væri hann einn aumasti fylli- rúturinn í bænum. Og liann sagði okk- ur um svo marga — marga. Og það var víst satt sem hann segir, að ef þeir hefðu ekki byrjað ungir á því að drekka, þá hefði farið betur fyrir þeim, þeir orð- ið foreldrum sínum til ánægju og gleði, í stað þess að nú haka þeir þeim sorg og raunir. Rikka frænka sat liugsandi. Friðrik hafði aldrei séð hana svo dapra og al- varlega. Hann sá tár hrynja af augum hennar og niður kinnarnar, og þá var glaðyærð hans með öllu lokið.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.