Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 6

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 6
IV JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1910 og ég hikaði við að hringja. Þegar ég svo loksins heiii upp hugann og greip í bjöllustrenginn, tók ég í fátinu óþarflega fast i hann, svo að bjallan hljómaði svo livelt að ég varð dauðhræddur. Við þessa áköfu hringingu var þegar í stað komið til dyra og var mér vísað inn í stofu eina. Eg litaðist um og sá að þar var mölbrotin rúða. Það kannaðist ég við, en botnaði ekkert í hinu sem ég sá og heyrði. Gamla amtmannsfrúin æddi um gólfið og var alveg utan við sig. Hún sló saman höndunum og stagaðist í sífellu á þessum orðum: »Ó, hvílíkt slys! — hvílíkur voði! Þelta liefði getað orðið að hræðilegu tjóni! Hamingjan góða hjálpi mér!« Og gamli amtmaðurinn var alt af að skjóta orðum inn í: »En það varð ekkert tjón, góða mín, ekkert tjón! Vertu nú róleg, góða Jetta, blessuð vertu! Vertu nú róleg, góða bezla, vertu róleg!« í stofunni var alt á ringulreið, stólar og borð, og legubekkurinn liafði verið dreg- inn fram á mitt gólf; tvær vatnsfötur stóðu á gólfinu og gólfdúkurinn var vaf- inn upp í stranga; alt gólfið flóði af vatni og vinnustúlka var í óða önn að þurka það upp. — Hvernig snjóboltinn liafði getað komið öðru eins flóði lil leiðar, það var mér hulinn leyndardómur. Ég stóð eins og steini loslinn af undrun, svo að amtmaðurinn varð tvisvar eða þrisvar að spyrja mig um erindi mitt, áður en ég gat komið upp orði og sagt, að ég væri að eins kominn til þess að láta liann vita, að það væri ég, sem hefði kastað snjóboltanum í rúðuna. Hann varð ekkert reiður; nei, hann kinkaði kolli mjög vingjarnlega lil min, hló dátt og sagði: »Og svo kemur þú þar á ofan og ætlar að afsaka þig!« »Nei, það ætla ég alls ekki að gera«, svaraði ég. »Nú, ætlarðu ekki að gera það?« sagði hann hlæjandi. »Nei«, svaraði ég, »því mamma segir að það sé ljótt að afsaka sig, þegar manni hafi orðið eitlhvað á«. »Nei, heyrirðu þetta, gæzka!« sagði hann við konu sína og skellililó. »Heyr- irðu hvað drengurinn segir? — Æ, góða, bezta Jetta, geturðu ekki náð þér aftur? Stiltu þig nú, — stiltu þig nú fyrir alla muni, hjartað mitt!« En frúin gat nú ekki stilt sig. Svo sneri hann sér aftur að mér og spurði, hver væri móðir mín. Og er ég nefndi nafn hennar, sagði hann, að hún væri góð kona, það vissi hann. »Jæja, farðu nú heim, litli vinur«, sagði hann svo. »Farðu nú! Hér er alt of mikill gauragangur til þess að við getum talað saman í næði. Og þar að auki — ég verð að fara inn og hafa sokkaskifti, því ég er orðinn bullandi votur af öllu þessu vatnsflóði. Vertu sæll! Heilsaðu mömmu þinni og segðu, að ég komi bráðum til ykkar. — En, blessuð Jetta, geturðu nú ekki----------«. Meira heyrði ég ekki. Eg komsl íljótt lieim, hálfringlaður af öllu þessu, og sagði frá þessum undarlega atburði; ég sagði söguna um snjóboltann, sem hefði komið þessu uppnámi til leiðar, um amtmann- inn, sem ekki hefði reiðst, heldur hlegið

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.