Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 8

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 8
VI JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR 1910 datt í hug að líta inn í stofuna, með því að ekki mátti ónáða mig í miðdegis- dúrnum. Og svo hélt dúkurinn áfram að brenna og brenna. En svo kemur alt í einu þessi blessaði snjóbolli í tæka tíð og bjargar öllu. Hann vakti mig, því eitthvað af honum kom beint á nefið á mér. Ég hrökk upp með andfælum og sá eldinn, og svo varð heldur en ekki aðgangur að slökkva; ég veit ekki, hve mörgum fölum af vatni konan mín lét hella á gólfdúkinn. En auðskilið er það, að úr þessu hefði gelað orðið ljóta sagan, ef hann, hnokkinn þarna, hefði ekki sent þessum ágæta snjóbolta. Og að liann svo var svo hreinskilinn að koma til mín og segja til sín, sorgbitinn yfir heillaverki sínu, já, það verð ég að segja að er svo — —«. Með þessum orðum lók hann mig og setti þá borðalögðu á böfuðið á mér og fór að hrósa mér svo, að aldrei hefi ég fengið meira hól, hvorki fyr né síðar. Að lokum lór hann að hvísla ein- hverju að mömmu og hún aflur á móti að honum. Síðan kvaddi hann vingiarn- lega, óskaði okkur gleðilegra jóla og fór af stað. Mamma sagði ekkert við mig, en andlit hennar ljómaði af gleði, þegar hún fór aftur að eiga við kökurnar. Hvað hún og amtmaðurinn liöfðu verið að hvíslast á, fékk ég fyrst að vita um kvöldið, þegar búið var að kveikja á litla jólatrénu. Þá kom vinnumaður amt- mannsins og færði mér svo fallegan sleða, að slíkan hafði ég aldrei augum litið. Og sleðinn var hlaðinn af pokum með ýmsu góðgæti, svo að öll fjölskyldan gæti notið góðs af snjóboltanum mínum. Mamma opnaði pokana og sýndi okkur hvað í þeim var. í einum voru fíkjur, og ætluðum við börnin að ganga af göfiunum af gleði við þá sýn. Nú gat mamma ekki lengur á sér setið. — »Þarna sjáið þið, hvers virði hreinskilnin er«, sagði hún og tók utan um höfuðið á mér með báðum höndum, kysti mig og sagði: »Þakka þér, dreng- urinn minn, fyrir þá jólagleði, sem þú hefir gert mér í dag!« Mikið var um dýrðir næsta morgun, er ég fór að vígja nýja sleðann úti í garðinum, og lét ýrnist Kaspar litla bróður minn draga mig á honum eða ég dró hann; en mamma og báðar syst- ur mínar stóðu við gluggann og horfðu á. Ég man þelta eins og það hefði skeð í gær: — drifhvítur snjórinn í garðinum, klukknahringing í kirkjuturninum; Kasp- ar með eldrauða vetlinga, sem hann hafði fengið í jólagjöf; undrandi augu systra minna og brosandi andlit móður minnar við gluggann. Já, slíkt gleym- ist aldrei, því gleðin var svo mikil!« Með þessu endaði höfuðsmaðurinn sögu sína, stóð síðan upp og gekk fram i stofuna, þar sem kvenfólkið sat. Hann fór beint til elztu konunnar, beygði sig niður að henni og kysti liana á ennið, rélt við hvíta hárið, ogsagöi: »Nú óska ég þér enn þá einu sinni gleðiiegra jóla, góða, gamla mamma!« Og það var ekki laust við að eitthvað vott væri í aug- um hans, er liann rétti sig upp aftur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.