Æskan

Árgangur

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 13

Æskan - 24.12.1910, Blaðsíða 13
1910 JÓLABLAÐ ÆSKUNNAR XI -5-4* í skammarkróknum. -§=-5- TTINGAÐ sendi|mamma mig, — mér er vistin leið. — Hún iekur ekki mjúkt á mér. Mamma, ég er reið! En ef ég dæi af sulti’ og Isorg í svartri myrkra-krá, hvernig skyldi’ henni verða við? — Ég veit hún grætur þá. Elsku góða mamma mín! mig svo sárt það sker. Hættu að gráta — gráta mig, því glaðlifandi’ eg er. Kæra liiamma, — komdu fljótt, komdu að sækja mig! Ég slcal vera vænsta barn, virða og elska þig. B. J. OOOOQOOOOOQOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOOOOOOO Hrein tunqa. IðlTT af mikilmennum heimsins hefir J sagt: »þegar eg var 12 ára gamall, ásetti eg mér að tala aldrei það, sem eg gæti ekki með góðri samvizku látið móð- ur mína heyra«. Drengurinn stóð stöð- ugur við þennan ásetning sinn, og hann varð líka mikilmenni. Eg vil nú ekki fullyrða, að þetta eitt, að liann var trúr þessum ásetningi sín- um, haíi verið orsökin til þess, að hann varð mikill maður, en það var þýðingar- mikið atriði í lífi hans, og það væri gott, ef margir drengir vildu fara að dæmi hans og ásetja sér liið sama og liann. Drengir eru mjög gjarnir á að við- liafa klúrt og ljótt orðbragð, sem enginn ætti að láta sér í hug koma, hvað þá heldur um munn fara. Þeir halda að það sé mikilmannlegt, en það er and- styggilegur ósiður, — þeim til minkunar, sem fremur hann, og saurgar smám saman huga hans og hjarta. Ungi vinur! Varðveittu tungu þína frá öllum Ijólum og saurugum orðum, því þó hún mamma þín heyri þau ekki, þá heyrir guð þau. sj. j.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.