Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1927, Blaðsíða 6
14 ÆSKAN og hver skynsemisglóra væri honum horf- in og hann dauðsyfjaði eins og vant var. Kennarinn skeytti ekkert um hann, en lofaði honum að móka óáreittum. Klukkan um tíu um kvöldið lagði Vendel af stað til kirkjunnar enn á ný. Það var dimt úti, dimt og eyðilegt. Þeg- ar hann kom til kirkjunnar, reyndi hann að líta í kringum sig í myrkrinu eftir föngum. Alt í einu grilti hann í einhverja Jitla veru, sem læddist meðfram kirkju- garðinum. Kennarinn læddist eftir henni og sá að það var lítill drengur. Drengur- inn reisti stiga upp að 'einum kirkju- glugganum, opnaði hann og smaug inn um hann. Rctt á eftir var kveikt ljós í kirkjunni. Kennarinn gekk inn um skrúðhússd^'rnar og gekk svo hljóðlaust inn í kirkjuna. Þegar hann kom þangað, nam hann staðar forviða. Sorgargöngulag eftir frægt tónskáld hljómaði frá orgelinu. Að vísu var það ekki spilað taktréft eða ó- aðfinnanlega, en það var þó spilað ekki cinungis einraddað, heldur með öllum röddum og mátti vel greina hvaða lag það var. „Þvílíkur drengur!" sagði kennarinn með aðdáun. Orgelleikarinn hélt áfram að spila. Stundum fór hann út af laginu, en hann byrjaði altaf aftur, þangað til honum tókst að ná því. Meðan hann var að spila, læddist Vendel eftir kirkjunni og upp stigann að orgelinu. Þegar hann opnaði dyrnar, marraði dálítið í hurðinni. Spilarinn hætti og létt fótatak heyrðisl uppi á pall- inum. Kennarinn stóð grafkyr og hélt niðri í sér andanum. Drengurinn skim- aði i allar áttir, en þegar hann varð einsk- is var, þá settist hann við orgelið aftur, og meðan hann hikandi og óreglulega spilaði sorgargöngulag Beethovens lædd- ist kennarinn alveg upp að orgelinu. Þar sat Jörundur Ábom. Þegar hann sá kennarann, þaut hann upp og ætlaði að flýja. . „Vertu kyr, drengur!" sagði kcnnar- inn. Og Jörundur var kyr og beið rólegur átekta, en bjóst við öllu illu. Kennarinn hélt á- minningarræðu yfir hon- um um, hve það væri ó- viðeigandi að stelast þannig að heiman á hverju kveldi og sitja svo syfjaður í skólan- um á daginn < g geta ekkert lært. Drengurinn ha.jrét og sagði . aftur og aftur: „Verið ekki reiður við mig — það er svo gaman að spila, — ég get ekki hugsað um annað en þessi fallegu lög". Hann skýrði líka frá því, að hann væri vanur að leggjast til svefns undir eins og hitt fólkið, en þegar allir væru sofnaðir, læddist hann á fætur, klæddi sig og færi til kirkjunnar. Þetta hafði hann gert langa lengi. Nóturnar hafði hann lært af afa sínum, sem kunni eitthvað að spila. „Spilaðu nú soi'gargöngulagið að tarna yfir einu sinni enn", sagði kennarinn. Þetta kom drengnum á cvar't, því hann hafði búist við refsingu. Hann settist glaður við orgelið og spilaði lagið frá upphafi til enda. „Farðu nú heim að sofa", sagði kenn- arinn og klappaði á kollinn á honum. „Við tölum betur saman á morgun".

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.