Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 4

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 4
52 ÆSK AN hann fram A tvo menn, ærið stórvaxna og mikilfénglega. Sátu þcir við veginn og tálguðu spýtu með trjehnífi einum, sem þeir notuðu á víxl. Hringur þótt- ist sjá, að þarna kæmu hnii'ar hans í góðar þarfir, dró þá upp og gaf þeim. Þeir tóku við hnífunum fegins hendi, og er þeii' höfðu reynt þá, kunnu þeir sjer ekki læti fyrir fögnuði. Svona góða hnífa höfðu þeir aldrei sjeð fyr. „Ef þjer liggur lílið á, sknlum við reyna að launa þjer“, sögðu þeir, er Hringur kvaddi þá. Er hann var kominn nokkuð lengra áleiðis, hitti hann tvo skógarhöggs- menn, sem voru að fella trje. Verkið gekk þeim báglega, því að þeir höfðu aðeins eina öxi, og lnin var úr trje. Hringur þóttist sjá, að þarna kæmu axir hans í góðar þarfir, og gaf þeim þær. Þeir tóku við þeim fegnir, og er þeir höfðu reynt þær, urðu ])eir glaðari en frá megi segja. Slík ágætisverkfæri höfðu þeir aldrei snert fyr. ,,Ef þjer liggur lítið á, skulum við reyna að launa þjer“, sögðu þeir, er hann kvaddi þá, og fór. Nokkru síðar kom Hringur að vind- myllu einni. Voru þar tveir menn að starfi, og möluðu þeir korn. Var svo mikill gusturinn af mylluvængjunum, að hárlubbinn á þeim flaksaðist, og þeir voru bláir á nefinu af kulda. Hringur dró upp hetturnar, og gaf þeim, hvor- um sína. -Þeir tóku við, feginshendi, og er ])eir fundu hversu hlýjar þær voru, urðu þeir himinlifandi glaðir. „Ef þjer liggur lítið á, skulum við Jauna þjer, sögðu þeir, þegar Hringur kvaddi þá og hjelt leiðar sinnar. Loks komst hann alla leið til hallar- innar. Þegar liann opnaði hliðið, komu æðandi á móti honum björn og úlfur og ætluðu að tæta hann í sig. En hann greip aðra byggkökuna, sem Hlaðbjört hafði fengið honum, braut hana i tvo hluta og l'Ieygði sínum i hvorn, björn- inn og úlfinn. Viku þeir þá óðara úr vegi. Þegar hann kom inn í höllina, sat huldudrotningin í hásæti. Leit hún við honum og gerði sig hlíða á svipinn. „Jeg flyt þjer kveðju frá systur þinni. hafgúunni, og spyr hún, hvort jeg geti l'engið brúðarskart, sem þú munt kann- ast við“, mælti hann. Drotning þakkaði honum kveðjuna, og var svo blið og mjúk á manninn eins og hún væri engill. Hún sagðist óð- ara skyldi fara að sækja skraulið, en bað hann gjöra svo vel að fá sjer sæti í hvíta stólnum á meðan hún væri í burtu. Hringur þakkaði henni, en kvaðst ekki vera þreyttur, hann gæti staðið þessa stund. Þá hauð drotning honum að sitja í rauða stólnum. Hann væri kanske mýkri, sagði hún. En Hring- ur afþakkaði og sagðist helst vilja standa. Ekki gafst drotning upp við það, og bað hann þá að sýna lítillæli og setjasl í bláa stólinn, og þegar hann var ófáanlegúr til þess, þá skaut hún til hans gula stólnum. Hringur sagði þá, að ef hann yrði endilega að sitja, þá kysi hann sjer sæli þarna í svarta stóln- um, það væri fullgott handa sjer. Sett- ist hann þar síðan. Drotning varð afarreið, en stilti sig þó og Ijet sem ekkert væri. Bað lnin hann nú að snæða, hann hlyti að vera bæði þyrstur og svangur, eftir svona langa ferð. Bar liún þá fram feitan og girnilegan lundabagga, og bað hann gjöra svo vel að byrja á þessu, meðan hún væri að leita að skartgripunum. Hringur færðist undan, og kvaðst hreint ekki vera soltinn, en drotning ljet sem hún heyrði ekki undanfærslu lians. Tók hann þá við lundabagganum, fyrir siðasakir. Um leið og drotning gekk út, laut hún niður að nöðru einni Ijótri, sem kúrði í einu hallarhorninu, og hvíslaði:

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.