Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 5

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 5
JtZK AN „Gættu hnns, greyið“, gættu hans vel!“ Hringur heyrði hvíslingarnar, og mintist þá þess, sem Hlaðbjört hafði sagt. Hann stóð því upp, jafnskjótt og drotning var horfin i'it úr dyrunum, gokk til nöðrunnar, og stakk undir hausinn á henni silkisvæflinum. Naðran kúrði sig iiiður og sofnaði, en Hring- ur gekk að oininum, stakk lundabagg- anum undir sópinn úti i ofnskotinu, og settist svo aftur i svarta stólinn. Hann var ekki fyr sestur en drotning kom þjótandi að sækja eitthvað, sem hún hafði gleymt. Hún spurði, hvernig hon- um geðjaðist lundabagginn. Hann sagði, að hann væri mesta sælgæti. Drotning tautaði þá fyrir munni sjer: „Lundabaggi lilli, hvar liggur þú nú?“ Þá heyrðist utan úr ofnskotinu: „Undir sófli, úti í skoti, undir sófli, liti í skoti“. Frh. # Þoka. áGA litla í Tungu stóð í bæjar- dyrúnum og neri stírurnar úr aUgUnum. Kolsvört þoka grúfði yfir öllu. Það kom geigur i Siggu, þegar hún hugsaði til smalamenskunnar. Hún hljóp upp í húsagarðinn og skygndist í kring. Að eins örfáar ær sáust á lieil við túngarðinn, en 80 voru ærnar, sem Sigga lilla átti að finna. Hún flýtti sjer ofan úr garðinum og' lagði síðan af stað norður túnið. Hún bar beisli á öxlinni, og í annari hendinni Jijelt hún á kökubita, sem hún hafði ekki gefið sér tíma til að ljúka við, áður en hún lagði af slað. En nú var kjarkurinn að þrotum kominn. Tárin tóku að hrynja niður kinnarnar, og hún bað guð að hjálpa sjer að finna ærnar í þokunni. Alt í einu slaðnæmdist Sigga litla. 53 „Kálur, Kátur“, kallaði hún og reyndi að bælá niður grátklökkvann i röddiiini. Kátur kom hlaupandi í einum spretti heimán frá bænum og flaðraði upp um Siggu með mikliim fagnaðarlátum. Siggu varð hughægra. Hún klappaði Kát, kjassaði hann og gaf honum bita af kökunni sinni. Hún skimaði í allar áttir, en engin skepna var sjáanleg. Hún hraðaði sjer nofður göturnar. Bráðum var hún komin norður á Flóa. Þar voru hest- arnir vanir að vera, og þar ætlaði liún að taka Rauðku, eins og mamma lienn- ar háfði leyft henni. Nú var liún orðin hressari í huga og ákveðin í því að láta ekki liugfallast. Víst áttu þau það skilið, maninia hennar og pabbi, að lnin reyndi að hjálpa þeim eftir megni. Og mikið átti hún nú betra en liún Sveina á Hóli, þrátt fyrir alt. .Hún var skömmuð og jafnvel barin, ef hún kom of seint með œrnar, eða ef eitthvað vantaði af þeim. Sveina var tökubarn, sein búin var að missa mömmu sína, og hún Ragnliild- ur gamla tók ekki á henni móðurhönd- iinuin, éf ekki var alt í lagi. Nú var hneggjað hátt og snjalt skamt frá Siggu. Til allrar hamingju voru þá hestarnir fundnir. Hún beislaði Rauðku, klappaði henni vingjarnlega og settist síðaii á bak. En Rauðka gamla var treg að fara frá hinum hestunum og heldur þung i spori yfir Flóann. Sigga beygði við, niður að ánni. „Hver veit nema ærnar liggi þar í hvömmu num“, hugsaði hún. En Bauðka var i illu skapi. Hún feksl hvorki með góðu nje illu lil þess að fara yfir Fosslækinn. Sigga gerði ýniist að dingla fótunum og ltnýja hana áfram, eða að klappa henni og reyna að blíðka hana. Henni varð gramt í geði bæði við lækinn og Rauðku. Ætlaði þá alt að géra uppreisn á móti henni í dag — jafnvel

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.