Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 13

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 13
Æ S K A N 61 „Jú, jú!“ Það vildu sandkornin. Þau voru smásteinunum mjög þakklát fyrir þessa uppástungu og sögðust vilja byrja undireins á verkinu. Fyrst þvoðu þau Bjarna litla um fæturna, þangað til þeir urðu mjall- hvítir. Svo byrjuðu þau að vefa. Sand- kornin urðu sjálf að löngum og mjó- um þráðum, sem lögðust hver upp að öðrum, og ófusl saman. Steinarnir þyrptust umhverfis þau og hjálpuðu til eftir mætli, en lækurinn raulaði undurþýtt lag, þeim til skemtunar. Sólin var komin hátt á loft, þegar Bjarni vaknaði. Eins og geta má nærri, varð hann meira en lítið glaður, þegar hann sá nýju skóna. Hann hentist á fætur i einu vetfangi og fór að reyna sltóna. Sandkornin brostu. Lækurinn og smásteinarnir litu ánægjulega hvor til annars. Bjarni sá það 'ckki. Hann var svo glaður, að hann stökk af stað á nýju skónum. Hann tók von bráðar eftir því, að hann var miklu fljótari að hlaupa, heldur en áður. Skórnir báru hann á- fram eins og vængir fugl. Nú fór Bjarni að hugsa um, hvert halda skyldi. Hjer eflir þurfti hann ekki að horfa i vegalengdirnar, því að nú var hann svo fljótur. Innan skamms afrjeð hann að fara beint til hallar konungs. Hann hafði heyrt um marga unga menn, sem þangað höfðu sólt gæfu sína. Þegar hann kom til hallarinnar, sá hann að hún var öll þaltin svörtum slæðum. Bjarni spurði þann fyrsla, sem hann hitti, hverju þetta sætti. Var hon- um sagt sem var, að voðalegt tröll myndi koina i konungsgarð, áður en sól þessa dags gengi til viðar og taka siðustu konungsdótturina og hafa á brott með sjer. Nú væri það lniið að brenna fjórar, og aðeins ein væri cftir. „Nú! Er það ekki annað?” spurði Bjarni hissa. „Þvi drepið þið ekki tröllið ?“ Það er enguin manni fært. 1 fyrra sendi kóngur alla sína fræknustu ridd- ara á móti þvi, en ekkert dugði. Skrímsli þetta hefur þrjú höfuð, hvert öðru liótara, og riddararnir gátu aldrei höggvið svo títt af því höfuðin, að þau yxu ekki jafnharðan aftur“. „Jæja“, sagði Bjarni litli. „Jeg skal nú drepa fyrir ykkur tröllið, úr því að þið getið það ekki“. „Þú!“ hrópuðu hirðmennirnir stein- hissa. „Ertu frá þjer, drengur?“ „Nei“, sagði Bjarni. „Segið þið kóngi þetta. og svo skulum við sjá hvað set- ur“. Konungi þótti fjarska vænt um þetta tilboð, cn auðvitað lijelt hann, að það kæmi eklíi að neinu haldi. En þar eð drengsnáðinn jiótlisl vcra svona viss um að geta drepið tröllið, þá fanst honum ekkert á móti því, að leyfa honum að reyna. „Eitt set jeg upp“, sagði Bjarni. „Hvað er það?“ spurði kóngur. „Það er, að jeg fái að hafa með mjer stærslu brúðuna, sem kóngsdóltirin á“. Kóngur tók því vel. Var nú Bjarna fengin brúðan og sagt til, hvar hann skyldi bíða cflir tröllinu, en það var rjett fyrir utan liallardyrnar. Ekki var sólin fyrri sest, en tröllið sást koma vaðandi á bægslunum beina leið lil hallarinnar. Það var ógurlegt á- sýndum, en Bjarni var hvergi hrædd- ur. Þegar ókindin var komin svo nærri, að hún sá Bjarna, hrópaði hún og sagði: „Burt með þig, eða jeg gleypi þig með húð og hári“. „Hvað er þetta!“ ansaði Bjarni. „Biddu svolitið, afi sæll. Hvert ertu að fara?“ „Farðu til tunglins fyrir mjer. Þig varðar ekkert um, hvert jeg er að fara. Auðvitað gerir ekkert til, þó að þú vitir

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.