Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 10

Æskan - 01.07.1928, Blaðsíða 10
58 ÆSK AN njé dreka, birni eða höggorma, en flýði þó, eins og hann ætti lífið að leysa, undan lítilli flugu. — — Ha! Ha! Ha! Þýtt úr „Börnevennen”. M. J. * E>egar jeg verð stór. (Leikrit.) (Ása situr við horð og saumar.) Þóra (kemur inn): Góðan daginn, Ása!. — Hvað þú átt annríkt í dag. Það var þó gott, að jeg hafði mína sauma með mjer líka. Ása: Já, það var gott. Nú skulum við sitja hjer við sauma okkar og masa saman. Jeg þarf að ljúka við það, sem jeg' er að gera, fyrir afmælið hennar mönnnu, og það er núna á sunnudag- inn. Þóra (sest og tekur fram sauma sína): Hvað heldur þú, að jeg hafi verið að hugsa um á leiðinni hingað? Ása: Það get jeg vist ekki giskað á. Hvað var það? Þóra: Jeg var að hugsa um, hvað jeg ætla að gera, þegar jeg verð stór. Ása: Nei, þetta er skrítið. Jeg var ein- mitt að hugsa um það saina. Heyrðu, og mjer fanst, að við þyrftum endilega að vera saman. Við erum svo góðar vin- konur. Er það ekki? Þóra: Jú, jú, og hvað við sltulum láta okkur líða vel. — Við þurfum að eiga ofurlítið hús. — Hvernig finst þjer það eiga að vera? Ása: Það má ekki vera stórt, við höf- um ekki efni á því. Tvö herbergi og eld- hús. Er það ekki gott? Þóra: Reyndar finst mjer, að við þurfa þrjú; við höfum eitt fyrir gesta- stofu. Ása: Jú, það er alveg satt. Þrjú her- bergi og eldhús, það verður ágætt. — Hvernig viltu hafa þitt herbergi? Þóra:Jeg ætla held jeg að hafa það hvítt með rauðum gluggatjöldum og fallegum gólfdúk. Ása: Þá hefi jeg mitt herbergi grænt og hvíta dúka og gluggatjöld, og svo þurfuin við að hafa mikið af blómum. Þóra: Já, það finst mjer líka, þau eru svo indæl. Og svo þurfurn við að hafa falleg húsgögn í gestastofunni. Ása: Og ofurlítinn kanarífugl i búri. Þeir syngja svo yndislega. Þóra: Nei, það megum við ekki, aum- ingja fuglunum leiðist svo mikið i húr- unum. Ása: Við hengjum blóm utan á búrið hans og gefum honum vatn og fræ á hverjum degi. Þá getur honum eklci leiðst. Þóra: Hann er nú fangi samt og öll- um föngum líður illa. Við megum ekki fara illa með dýrin. Jeg hefi ekki gert það hingað til og ætla aldrei að gera það. Ása: Já, þú hefir sjálfsagt rjett fyrir þjer. Jeg liugsa bara um sjálfa mig. En fallega kisu skulum A’ið hafa. Þóra: Já, eða lítinn hund. Mjer þykir vænna um hunda en ketti. Ása: En kötturinn veiðir þó mýs. Þóra: Og hundurinn rekur burt þjófa. Ása: Þá skuluin við bæði hafa hund og kött. Þá þurfum við hvorki að vera hræddar við þjófa eða mýs. Þóra: Já, það líkar mjer vel. — En hvernig eigum við annars að hafa eld- húsið? Ása: Það er nú það allra skemtileg- asta. — Eldavjel, borð, bekkir og skáp- ar. — Þóra: — Og pottar og fötur og alt mögulegt. Ása: Þú gleymir steikarpönnu. Við þurfum þó að geta búið til pönnukökur með kaffinu okkar. i

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.