Kyndill - 01.03.1934, Page 9

Kyndill - 01.03.1934, Page 9
,'Rikisauðvald ríkisrekslur Kyndill landi, þó það atriði sé einmitt eitt af höfuðatriðunum í framkvæmd sooialismans. Viö verðum því að slá því föstu, að ennþá er Sovét- Rússland land ríkisauðvaldsins, en ekki socialismans, þrátt fyrii ráðandi pólitík og stjórnmálaskipulag. Petta er líka nákvæmlega, í samræmi við orð Lenins, að „einokun ríkisauðvaldsins er hinn fullkomni efnis- legi undirbúningur socialismans". Sovét neitar því ekki heldur, að nú sé ,í Rússlandi ráðandi sem stendur ríkisauðvald, en kommúnistar halda því fram, að ríkisauðvaldið sé að eins i þágu verkalýðsins, þegar stjórnað sé af „sovét-diktatur“, en að öðrum kosti sé að eins um að ræða verstu tegund auðvaldsáþjánar og harðstjórnar. Pessi setning þeirra er þó mjög fölsk, eða a. m. k. villandi, pví auðuald ríkisins og relcstur pess er ekki hreint auðuald vegna pess, að með útilokun einkaauð- valdsins er purkuð burtu liin „óháða, frjálsa“ stjórn einstaklinganna á fjármálasviðinu. Á þetta er rækilega bent í bók*) austurríska fræðimannsins og jafnaðar- mannsins Otto Leichter, þar sem þetta viðfangsefni er tekið til rækilegrar meðferðar. Ríkisstjórnir auðvaldsins stofna ekki til ríkisrekstrar fyrr en óhjákvæmileg nauðsyn krefst þess. Vaxandi örðugleikar einka-auðvaldsins, heimskreppan, knýr ríkin til að grípa inn í og gera viðtækar ráðstafanir með ýmsum hætti. M Klofningur auflvaldsins. 7

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.