Kyndill - 01.03.1934, Side 11
Ríkisauðvald
rikisrekstur
Kyndill
liti ríkisstjórnanna i 23 ríkjum. 10 ríki höföu takmarkaö
innflutning. í 5 ríkjum var öll utanrikisverzluri i hönd-
um ríkisins. Síöan hefir rikisvaldið í flestum löndum
gert meiri og minni ráðstafanir, tekið fram fyrir hend-
urnar á einka-auðvaldinu á ýmsum sviðum. Allir kann-
ast t. d. við „viðneisnarstarf“ Roosevelts í Bandaríkjun-
um, — þessu Gósenlandi auðmagnsins og einstaklings-
hyggjunnar. — Hefði þótt fyrirsögn fyrir 3 árum síðan,
að Bandaríkjaforseti og landsstjórn mundu taka svo
sterkt í taumana, sem raun ber vitni.
í Þýzkalandi er jafnvei talað um 5 ára áætlun af
sjálfu auðvaldinu. Vitanlega myndi þvílík skipulagning
hafa í för með sér stórum aukin áhrif ríkisvaldsins á
hið „frjálsa" atvinnulíf, þótt fyrir frummælendum þessa
vaki fyrst og fremst hagsmunir auðvaldsins.
í Danmörku hefir ríkið sérstaka gengisstofnun, sem
grípur inn á fyrri valdsvið einka-auðvaldsins og skerðir
réttindi þess á ýmsan hátt, jafnvel enn frekar en á
stríðsárunum, þegar þó voru gerðar ýmsar neyðar-
ráðstafanir. Gjaldeyris- og gengis-nefndin danska stjórn-
ar og skipuleggur út frá sjónarmiðum ríkisins, en slikt
þýðir í framkvæmdinni að tekið er meira tillit en áður
til hagsmuna fjöldans — þjóðarinnar í heild.
En jafnhliða því, sem borgaraflokkarnir ganga með í
því að koma þessum ráðstöfunum í kring vegna knýj-
andi nauðsynjar, reyna þeir að talunarka slíkiar ráðstaf-
anir og skera þeim svo þröngan stakk, sem unnt er„
en verkalýðurinn hefir algeriega andstæða skoðun hvað
þetta snertir. Má nefna fjölda dæma þessu til sönnunar.