Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 17
Ríkisauðvald — ríkisrekstur Kyndill'
ur sinn eðlilega gang, þar til socialisminn er fram-
kvæmdur.
Ríkisauðvaldið færir verklýðsstéttinni og verklýðs-
hneyfingunni ný og örðug viðfangsefni, ný úrlausnar-
efni, skapar nýtt viðhorf gagnvart ríkinu.
Ríkisauðvaldið er skapað af vissum fjárhagslegum
kringumstæðum og brýtur sér því braut hjá auðvalds-
flokkum, þrátt fyrir andstæð pólitisk sjónarmið, en
jafnframt verður spurningin og baráttan um ríkisstjórn-
ina margfalt þýðingarmeiri en áður.
Ríkisauðvaldið er efalaust síðasti þátturinnrí þróunar-
sögu auðvaldsskipulagsins. Enda þótt sá þáttur sé í
eðli sínu ósamrýmanlegur fascismanum, er þó áreiðan-
legt, að hann getur þýtt mjög verulega valdaaukningu
í höndum slíkra ríkisstjórna. En ríkisauðvaldið getur
k ekki horfið á þann hátt, að gamla skipulagið taki við
aftur, því eins og Marx hefir bent á, horfið tímabil
fjárhagslegrar þróunar kemur aldrei aftur, skipulag,
sem lagt er niður, verður ekki endurreist. En þó verður
að gæta þess ,að auðvaldsstjórn í ríki, þar sem ríkis-
auðvaldið drottnar, mun leggja ýmsar byrðar á herðac
verklýðsstéttinni.
Um leið og við bendum á þýðingu ríkisauðvaldsins
sem einn þátt þróunarinnar yfir til socialismans, um
leið og reynslan færir okkur sterkar sannanir fyrir því,
k að sú þróun táknar ekki sterkari eða skarpari arðráns-
aðstöðu yfirstéttarinnar, um leið verðum við að gera
okkur það Ijóst, hvílík nauðsyn ber til fyrir undirstétt-
irnar, fyrir alþýðuna í landinu, að tryggja sér pólitisk
15