Kyndill - 01.03.1934, Page 20

Kyndill - 01.03.1934, Page 20
Kyndill Götuhreinsarini* verkamannsins í ellinni. Bognu bökin, lúnu og úttaug- uðu herðarnar, æðaberu og kreptu hendurnar af ó- skiljanlegu eilífu striti fyrir daglegu brauði og nýjum kynstofni, gröfinni og gleymskunni. Láki gamli bjó í kjallaraholu í stóru steinhúsi við götu í útjaðri borgarinnar. Þar sem óhrein, rifin, horuð og tærð lítil börn leika sér í pollunum, er koma í holóttar og aurugar göturnar eftir stórrigningarnar. Þar sem pau anda að sér óheilnæmu verksmiðjusóti og ólofti ofan í ungu, óhraustu lungun. — Þar stóð vagga barna hans. — Þar brostu þau í fyrsta sinni á móti dagsljósinu og héldu að lífsgleði og hamingja væri hlutskifti peirra í lifinu. Þar vöknuðu fyrstu æskuvonirnar í brjóstum peirra og þar dóu einnig seinustu æskuvonirnar á vörum þeirra. — Vesa- lings æskan. — Hún horfir á lífið eins og á fegurð kvöldroðans. En þegar ljósþokan hverfur og hillingar- sýnin afhjúpast, er himininn dimmur og kaldur eins og miskunnarlaus tilveran. — Æskan kaupir reynslu sína og bitran sannleikann fyrir fegurð sína og sakleysi. — Það eru fyrstu hamingjukaupin okkar hér' í lífinu. — Láki gamli horfði á börnin sín tvö tærast upp af berklum í köldu, slagakendu og óvistlegu kjallara- holunni sinni. — Þau voru borin burt í grafreit hinna horfnu. Þar sem jörðin nærist af mannholdi og orm- arnir naga leyfar kynslóðanna, er hafa lifað á undan okkur og dreymt sömu drauma og okkur um gæfu og hamingju, er hafa snúisf í þjáningar og harma, — um réttlæti og sannleika, er hafa snúist í óréttlæti og 18

x

Kyndill

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.