Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 27

Kyndill - 01.03.1934, Blaðsíða 27
Kosningarnar í sumar Kyndill fjárgræðgi og bitlingasýki þingmannanna, sem í niörg- um tilfellum hefir leitt til pretta í fjármála- og við- skiftalífinu yfirleitt. Fjárplógsmenn hafa leikið lausum hala og notið alveg sérstakrar verndar hjá meirihluta þeirra, er skipað hafa trúnaðarsætin á alþingi. Með viðbjóði eru þessi atriði úr seinni ára sögu þjóðþingsins lesin af þeirri kynslóð, sem nú er að þróast á íslandi. Sú kynslóð liefir frá því hún fyrst vissi um tilvist sína í landinu horft upp á það, að nokkrir svindlarar, sem einskis hafa svifist til þess að koma ár sinni fyrir borð á kostnað iðjufólksins í landinu, hafa notið sérstakrar verndar hjá trúnaðarmönnum þjóðarinnar. Alþingis- mennirnir margir hafa gert Alþingi að eins konar- skjóli fyrir misyndisfólk og gert prettvíst arðrán stór- burgeisa að áhættulausri iðju. Arðræningjum, sem ekki hafa einu sinni fylgt venjulegum reglum auðvaldsvel- sæmis í viðskiftum, hefir verið hjálpað og fjárbænum þeirra sífelt fullnægt á sama tíma og bóndanum í sveit- inni og verkamanninum á eyrinni hefir verið synjait um frumstæðustu möguleika til þess að geta lifað. Og afleiðingin af þessu stjórnarfari og hátterni æðstu mannanna hefir svo auðvitað orðið sú m. a., að srnærri spámennirnir hafa leikið eftir, því að „hvað höfðingj- arnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Og þannig hefir spilt, rotið og ranglátt stjórnarfar sýkt alt þjóð- lífið. Nú alveg nýlega hefir komist upp um stórkost- legan fjárdrátt og starfssvik af hendi nokkurra banka- manna. Aðalgjaldkeri þjóðbankans sjálfs verður fyrir tilviljun, að því er virðist, uppvís að því að hafa keypt 25

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.