Kyndill - 01.03.1934, Page 36
Kyr.dill Óháði enski verkamannafl. afneitar kommúnistum
ast. Þess vegna væri það verkefni flokksins að færa:
sér í nyt f>á möguleika, sem hún skapaði. Verkamenn
Englands væru jafn-tilbúnir til pess að heyja orustuna
um yfirráðin í landinu eins og verkamenn annara
landa, svo fremi að hin róttæka jafnaðarstefna væri
framsett fyrir bá sem heilbrigð, skynsamleg og áhrifa-
mikil hreyfing.
Á pessu þingi kom greinilega í Ijós, hver stefnu-
breyting hefir átt sér stað í flokknum á síðastliðnu
ári. Meiri hluti flokksins og stjórn hans ,er nú á þeirri
skoðun, að næg reynsla sé fengin fyrir .því, að sam-
vinna við kommúnistana sé nú útilokuð. Þeir hafi
sýnt það í orði og verki, að allt málæði þeirra um.
samfylkingu sé fals og blekking. Ef þeir ekki vilji
berjast baráttu verkalýðsins eftir stefnuskrá I. L. P.,
þá verði þeir að fara sínar eigin götur eins og áður,.
sjálfum sér og verkalýðnum til bölvunar. Þessi ,skoð-
un flokksins kom mjög greinilega fram við atkvæða-
greiðslu um „samfylkingartillögu", sem nokkrir Lund-
únakommúnistar báru fram á þinginu og var feld af
126 fulltrúum á móti 34. Önnur tillaga þess efnis, hvort
senda ætti nefnd manna til Moskva til þess að reyna
að komast að betra samkomulagi var felld með 98 :51
atkv. Á þinginu upplýstist það, að Trotski hefði skrifab
deildum í sambandinu og lagt fast að þeim um að
stofna nýtt alþjóðasamband, en það samband ætlar
Trotski að kalla 4. internationale. Tillaga kom fratn á
þinginu um að stofna nýtt alþjóðasamband, og var
hún felld með 137 atkv. gegn 20.
34