Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1920, Side 11

Skírnir - 01.01.1920, Side 11
Skirnir] Jóhann SignrjónssoB. 5 og sáryrðum, hví hallar hún sér ekki að brjósti hans í ógæfunni? Eyvindur tekur hörku í sig, segist vilja freista þess að ná til bygða og sækja björg. Halla biður hann að yfirgefa sig ekki, hún fái ekki afborið það, — hann sinnir því engu. Hún minnir hann á ást þeirra. »Manstu allar þær nætur, sem við sváfum saman undir beru lofti? Var það ekki unaður, að finna morguninn strjúkast yfir andlitið — opna augun og horfa inn i heiðan himininn. Þá kystirðu mig og sagðir að þú elskaðir mig«. En orð bennar fá engu ráðið. Hún biður hann að deyja heldur oieð sér: »Þú byrgir strompinn og eg fylli kofann með reyk. Svo göngum við til hvílu — eg tek í hendina á þér — og okkur dreymir að við séum úti í sandroki«. Hann biður hana að láta sig vera í friði og býst til ferð- ar. Hún segir honum að drepa sig áður en hann fari: »Þú getur stungið sveðjunni undir vinstra brjóstið — eg skal hvorki hljóða né hvika; eg geri mér i hugarlund, að eg sé að gefa barninu mínu brjóst, og það bíti mig«. Ey- vindur stendst hana ekki lengur. »Eg hefi gert mig sekan í mörgu illu athæfi«, svarar hann. »En miskunnarlaus veit eg aldrei til, að eg hafi verið«. Hann hættir við að fara. Verður Halla glöð, þakkar hún honum? Nei, grunur hennar hefir breyzt í vissu, ást hans til hennar er kulnuð. ‘Hefðir þú faðmað mig að þér og sagt að þér þætti vænt um mig, þó eg sé orðin Ijót og þrátt fyrir alla mína eymd, þá hefði eg orðið glöð. En það gerðir þú ekki«. »Þú veizt þó, að eg hætti við ferðina þín vegna«, svarar Ey- vindur. »Ertu viss um það?« spyr Halla. »Varstu ekki hræddur um að gera þig sekan í nýjum glæp? Þú hefir víst hugsað meira um hinn mikla dómara en um migc. Geðsmunir hennar bólgna upp, hún afneitar guði og fyll- ist heipt til mannanna. Eyvindur les Faðir vor, Halla felur andlitið í höndum sér og grætur sárt og hljóðlega: »Aðan, þegar þú ^ætlaðir að yfirgefa mig, kallaði eg til Þiu í síðasta sinn. Eg vildi ekki biða ósigur. Eg særði Þig við allar þær endurminningar, sem eg hélt að þér væru hjartfólgnar. Það snart þig ekki. Eg lítillækkaði

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.