Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1896, Qupperneq 23
—17—
Um timatalið.
Tunglið fylgir jörðinni á hinni stöðugu
hringferð hennar umhverfis sólina, og á þessu
ferðalagi gengur það einn hringinn eltir annan
kringum sólina, en um leið og það gengur einn þvi-
likau hring, snýst það líka einn snúning um sjálft
siu eða möniiul sinn.
En meðan jörðin (ásamt tunglinu) fer eina um-
ferð í kiingum sólina, snýst hún 3ö5 sinnum og
litið eitt meira um sjálfa sig eða •uöndul sinn.
Árið á jörðinni er því 365 daear sólarliringar) og
lítið eit.t meira. Þetta, sem árið er lengra en 365
dagai, lœtur nærri að vera einn fjórðungr úr degi,
en þó ekki nákvæmlega, svo að þótt sára-litlu muni
á skömmum tíma, munar það miklu þegar um
löng tímabi), margar ald'r. er að ræða. Orðug-
leikinn við að ákveða alveg nákvæmt árslengdina
eða tímann, sem jörðin þarf til að atljúka einni
umferð í kringum sólina, hefur valdið ekkiall-litl
um vandræðum i tímareikningi vorum.
Forn-Grikkir vissu mjög snemma, að umferð
artírni jarðarinnar umhverfis sólina, eða hið svo
kallaða sólar ár, er nærri því 365)4 d tgar; en ekki
tókst mönnum að ákveða þetta nákvæmar fyr en
nálægt 140 árum tyrir ICrists fæðing, Þá var sá
maður uppi, sem Ilippark hiet. Hanu liefur verið
nefndur „faðir stjörnufræðinnar". ílann átti
heima á eynni Rhoilos (út af suðvesturströnd Litlu-
Asíu) og stundaði þessa fræðigrein með mesta
áhuga. Nærri hálfri annarri öld fyr hafði fræði-
maður nokkur að nafni Aristark frá Samos (í
Grikklandsliafi) gert rannsóknir viðvíkjandi sum-
ar-sólstöðunnm; þessar ranusóknir bar Hippark
saman við þær. er liann gerði sjálfur, og komst
þannig að rjettri niðurstöðu. Nú er tímaiengd sú,
sem jörðin þarf til einnar umferðar í kringum sól-
iua, nákvæmlega útreiknuð, Hún er 365 dagar, 5
klukkustundir. 48 mínútur og 40.62 sekúndur. Svo
langt er þá sólar árið.