Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1896, Síða 26
-20—
fyrir Ágústusi keisara fundu Rómverjar upp á því,
að taka einn dag frá vesalings-iebrúar, óheilla-
mánuðinnm, og bæta honum við þann mánuð, sem
hjet í höfuðið ákeisaranum, tii þess að þessi mán-
uður ekki yrði styttri en júlí, sem kenndur var við
íyrirrennara hans (Júiíus Sesar).
Hinn júlíanski almanaks reikningr var reynd-
ar framför, en þó gerði hann árið nálægt 11 mínút-
um og 10 sekúndum of langt, sem á 129 árum flyt-
ur tímareikninginn aptur á bak um einn dag.
Eptir hinu júlíanska tímatali lentu vor-jafn-
dægur á 25. mai z; en .þegar tímar. liðu fram, kom
þ«ð i ljós, að vor-jafndægur eru i raun rjettri fyr.
og á kii kjuþinginu, sem haldið var í Nikaja (í
Litlu-Asíu) árið 325 eptir Krists fæðing, var fast á-
kveðið, að 21. marz skyldi vera vor-jafndægur.
Enn urðu menn þó á eptir tímanum með þessu
lagi, þegar fram i sótti. Beda prestur hinn fróði á
Englandi, sem var uppi á fyrra hluta 8. aldar, og
Roger Bacon, annar mikill enskur fræðimaðr, á
13. öld, bentu á skekkjuna, en ekkert var þó að
gert til þess að laga hana fyr en á 15. öld. Þá boð-
aði Sixt.us páfi hinn 4. þýzkan stjörnufræðing einn
að nafni Regiomontanus til Rómaborgarí þvískyni
að hann leiðrjetti tímareiknings-skekkjuna. Ekki
varð þó af rlmbót þessari fyr en Gregor 13. var orð-
inn páfi. Hann mælti svo fyrir, að tímatalgregl-
unni júlíönsku skyldi þannig breyta, að fyrsta ár
hverrar aldar skyldi ekki vera hlaupár, nema ef
tölu þess yrði deilt með 400. Eptir því skyldi árið
1600 vera hlaupár og scmuleiðib árið 2000 o. s. frv.,
en þar á móti ekki árin 1700, 1800, 1900 o. s. frv.
Á þennan hátt er lengd ársins ákveðiu svo nálægt
því, sem hún er í raun og veru, að ekki skekkist
tímareikningurinn um einn heilan dag fyr en 3000
ár eru liðin. ,
Þetta tímatal (,hinn nýi stýll'), sem kennt er
við Gregor páfa, komst á árið 1582. Var þvi tafar-
laust veitt móttaka í öllum rómversk kaþólskum
iöndum, og árstíðirnar, að þeimtíu dögum fráskiid-
um, sem glatazt höfðu siðan á kirkjufundinum í
Nikaja, yoru settar im þar á árinu, sem þær áttu
heima. I Skotlandi var tímatal Gregors tekið upp
arið 1600, í hinum prótestantisku ríkjum Þýzka-
lands árið 1700, ogsama árí Danmörku, Norvegi og
á ísland'; vur í þessum siðastnefndu löndum rim-