Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 7
A þcssu ári tcljast liffiu vcra:
f r á K r i s t s f æ ð i n g 19 0 0 á r;
frá sköpun heims .....................5807 ár,
frá upphafi íslands bygðar............1020 ár,
frá siðabót Lúters.................... 383 Ar
Árið 1900 er sunnudagsbókstafur : G.
Gyllinital : I.
Árið 1900 er liið síðasta ár liinnar 19. aldar, sem
endar 31. desember árið 1900.
Milli jöla og langaföstu eru 8 vikur og 6 dagar.
Árið 1900 verða 3 myrkvar. 2 á sólu og 1 á
tungli, og eru tveir sýnilegir hér: Sólmyrkvi
28. maí. og tunghnyrkvi 12. júní.
Stjörnuliröp,
Jörðin verður jafnan fyrir smáum víga-
hnöttum, sem eins og hún ganga sínar brautir
kringum sólina. Reki slíkir vígahnettir sig á
jörðina, núast þeir svo í gufuhvolfi hennar, að
þeir verða glóandi og birtast þá sem stjörnu-
hröp eða vígabrandar. Stundum komast þeir
alla leið niður á yfirborð jarðarinnar og kallast
þá loftsteinar. Á vissum dögum á árinu verður
jörðin fyrir lieilum straumum af slíkum víga-
linöttum, er mynda liringi um sólina, sem ná
meira eða minna saman. Kunnastir þeirra eru
Perseus-straumurinn (Perseídarnir), er veldur
þeim stjörnuhröpum, sem árlega verða kring um
Lárentiusmessu 10. ágúst og kallast því tár
Lárentíusar hins helga, og Ljónsstraumurinn
(Leonídarnir) er veldur þeim stjörnuhröpum,
sem ár hvert verða kringum 11. nóv. Má va-nta
að hin síðasttöldu verði ærið mörg árið 1900.
Stjörnuhröp þau, er verða undir lok nóvember-
mánaðar, stafa frá liinni sundruðu lialastjörnu
Biela’s, og var einkum mikið af þeiin 27. Róv-
ember 1872 og 1885. Höfðu menn því búist við,
að mjög mikið mundi lika verða um þau JS98
en það brást.