Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 38
VALURINN.
(Qppranalega úr rússnesku, en þýtt ;í íslenskn úr þýsku af
J. Runólfssyni.)
Hafið er sofanfii.
Otakmarkað; andar letilega hér á strönd-
ina. Það er þegar fallið í fasta svefn. Úti
fyrir liggur það ládautt, og hellir þar yfir það
tunglsljðsinu.
Silkimjúkt og sortaslegið rennur það lengra
i- burtu saman við heiðhlámann á suðurhimn-
iuum og sefur höfugt, endurspeglandi í harmi
sér hinn gagnsæja og grysjótta vef klósigans,
sem liggur hreifingarlaus, glitofinn guilskær-
um rösum stjarnanna.
Það virðist sem himininn grúfi sig fastara
og fastara ofan að sjónum, rétt eins og hann
langi til að heyra það sem hinar hvíldarlausu
öldur eru að hvíslast á um. þegar þær læðast
hálfsofandi upp að ströndinni,
Fjöilin, skögivaxin, sem hefjast í skáldlegri
undursjón, sveigjast til norðausturs og teygja
snarhratta hnúkana upp í heiðan himin-
inn. Alt hið liarðneskjulega, alt hið gretta og
geigvænlcga í yfirbragði þeirra er nú sléttfalla-
legt, ávalt og aflíðandi, sveipað hjúfrandi frið-
arbjfii'ma kvöldroðans.