Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 41
19
fult íhugunar, steypir það geislaflóðinu ofan á
sjöinn, sem heilsar því með andvörpum.
,,Ragim, segðu mér nú einliverja gamla
sögu“. Eg hið gamla manninn ofur þýðlega.
,,Hví?“ spyr Ragim án þess að líta við.
,,Af því að mér þykja svo skemtilegar
munnmælasögurnar þinar.
,,Ég er búinn að segja þér þær allar. Ég
kann ekki fleiri.“
Hann vill að ég þrábiðji sig, svo ég þrábið
liann.
,,Ef þú vilt, þá skal ég fara með kvæði út
af fornri þjóðsögu'1, segir Ragim til samþyktar.
Mig langar til að heyra gamla þjöðsögu.
kvæðið hans. Svo hefst hann máls og les upp úr
sér kvæðið, alvarlega lirærður í liuga, og gerir
sitt ýtrasta til að lialda hinni yndislegu hljöm-
fegurð, er liggur í kveðanda og annari snild, sem
sérstaklega tilheyrir kvæðinu, og afskræmir
herfilega hin rússnesku orð:
Naðran skreið hátt upp í fjallið, og lagðist
fyrir i skoru á þverhnýptii klettasnös niðri í
dimmu og djúpu gili, vatt sig í kuðung og glápti
út á sjó. Hátt, hátt skein sólin í heiði. Fjöllin
sendu brennandi andvöi'p til himins í hitasvækj-
unni, en öldur sjóarins buldu á björgunum fyrir
neðan. Niðri í dimmunni í gilinu drundu rjúk-
andi fossar árinnar, sem klofid liafði fjallið til
þess að geta komist stytstu leið til sjóar. Og í
hvítfreyðandi boðaföllum veltist hún ofan eftir
gilinu, og steypti sér í östöðvandi flaumi og með
reiðarþrumu-gný fyrir björgin—í hafið.
Alt í einu kom dettandi valur liátt ofan úr
heiðríkjunni, og hann féll fyrir gljúfrin ofan í