Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Blaðsíða 43
21
Vatn hafði seitlað gegnum klettinn, og það
var fúlt og loftlaust í hinni dimmu skoru.
Valurinn hljóðaði upp yfir sig af sorg og
kvöl, og tók á öllum þeim kröftum, sem enn
voru eftir í honum.
„0, að ég mætti rétt einu sinni fljúga í loft
upp.“
En naðran hugsaði með sér: „Sannarlega
hlýtur að vera eitthvað inndælt við það að
lifa uppi í himninum, fyrst hann þráir það svo
mjög!“
Svo gaf hún hinum frjáisa fullhuga hend-
ingu.
„Rej-ndu að dragnast fram á snösina, og
fleygðu þér svo fyrir hamrana. Má vel vera að
vængir þínir Jyfti þér upp, og þér verði enn auð-
ið að lifa um stund samkvæmt eðli þínu.“
Valurinn riðaði og skalf á beinunum, og
veinaði sárt af kvölinni og þrautinni við það, að
mjaka sér fram á þverhnípið, og klær hans
ski-jáluðu á hlautum klettinum.
Þegar hann var kominn fram á snösina, fór
hann að liðka til fjaðrirnar, allar hlóðugar. Upp
frá djúpi hjarta hans le:ð sárt andvarp og það
hrann eldur úr augum hans, og með óumræði-
legu kasti steyptist hann eins og steinn fyrir
gljúfrin; vængirnir brotnuðu, fjaðriruar fuku.
Áin hreif hann í faðm sér, þvoði af lionum
hlóðið, skreytti hverja einustu fjöður lians með
demöntum og dýrðlegum perlum; svo fór hún með
hann í faðminum alla leið til hafs.
En upp frá klettunum við sjóinn ömuðu ang.
urs-stunur Ægis-meyja. Og leyfar valsins voru
hvergi sýnilegar á hinu viða og breiða yfirborði
hafsins.