Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 49
27
á Eyravbakka algengt viðkvæði um þær munclir:
,,Best verður að fara til Brasilíu.“ Xokkrir Is-
lendingar úr Vestmannaeyjum, sem tóku Mor
mónatrú, fluttu af landi burt um það leyti, eða
fyrr, og settust að í Utah*. En islenskur út-
flutningur, sem reglulega ekki byrjaði fyrren ár-
ið 3870, stóð ekkert í sambandi við Mormóna-
hreyfinguna.
Maður er nefndur William Wickmann,
danskur að ætt. Hafði liann dvaiið um 10 ára
tímabil á Islandi sem verslunarþjónn, fyrst í
Reykjavík og síðan í Hafnarfirði og á Eyrar-
bakka. Um haustið 1865 fór hann af Islandi á-
leiðis til Bandaríkjanna, og lenti hann í Milwau-
kee í Wiseonsin-ríkinu. Hann átti þar ættingja,
sem hann fór að vitja. Wickmann þessi skrif-
aðist á við fyrrurn liúsbónda sinn, G. Thorgrim-
sen á Eyrarbakka. og lét hann í bréfum sínum
vel yfir stöðu sinni í hinum nýja heimi. Hrós-
aði mjög landkostum, og meðal annars áleit
hann að fiskurinn í Micliigan-vatninu væri stór
og óþrjótandi gullkista,sem ýmsar þjóðir ysu úr,
og að Islendingar mundu hafa sama rétt og aðr-
ir að seilast ofan í kistuna og fá sinn hlut. Vera
kann nú, að Wickmann hafi séð björtu hliðina á
sínu nýja heimkynni, og, eins og ungum mönn-
um oft er hætt við, ekki gáð að skuggahliðinni,
og þessvegna lofað landið, ef til vill. um of.
En hvað sem um það er, þá á Wickmann heiður
*J Það var árið 3855, sem liinir fyrstu íslensku
Mormónar fluttu til Utah frá Vestmannaeyjum.
Vér búumst við að geta. síðar meir, birt í alma-
nakinu, ágrip af því,,sem á dagana hefur drifið
fyrir þeim hóp ,af Islendingum er staðnæmst
liefur í Utah.— Út%.