Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Side 50
28
og þakkir skilið fyrir það, að hann var fyrsti
hvatamaðnr að því, að íslendingar voguðu sér
að leita til Vesturheims. En hestu þakkir eiga
þeir skilið sem hrutu ísinn — ég 4 við þá Islend-
inga, sem fóru fyrstir og leiddu strauminn.
islenskur úlflutningur byrjar.
Árið 1870, þann 12. dag maímánaðar, föru af
Ej-rarhakka þrír ungir menn til Vesturheims,
voru þeir: Jón Gíslason, Guðmundur Guð-
mundsson og Árni Guðmundsson; en Jón Ein-
arsson bættist, við hópinn í Reykjavik. Hinn
fyrst nefndi var forsprakkinn, og lánaði hann
iiinum tveimur síðast nefndu fé til fararinnar,
en Guðmundur fór upp á sínar eigin spítur.
Jón Gislason mun hafa haft í hyggju að fara af
landi hurt jafnvel þá er hann var kornungur, og
þar hann um þetta leyti var verslunarþjönn á
Eyrarhakka og las hréf Wickmann’s, mu» það
hafa flýtt fyrir áformi hans, og afréð hann þá í
hvaða áttina halda skyldi. Endamun húsbóndi
hans, hinn alkunni sóma- og fræðimaður, Guð-
mundur Thorgrimsen, heldur hafa hvatt hann
en latt til fararinnar. Jön hafði tekið arf eftir
föður sinn, sem hann hafði óskertan, svo hann
stóð betur að vígi en flestir aðrir í þeirri bygð
til að fara af landi burt, og kom arfurinn honum
nú að góðu haldi, og einnig þeim sem slógust1
förina með honum.
Stutt ferdasuETa litnna fyrstu vesturfara
frá íslandi.
Hinn 12. maí lögðu þeir félagar á stað
frá Eyrarbákka landveg til Reykjavíkur, og
eftir fárra daga dvöl í höfuðborginni tóku þeir
sér far með pöstakápinu til Kaupmainyi