Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Qupperneq 52
30
dægrastyttingar. Þeir lentu í Quebec 18. eða
19. júní, líklegast þö seinni daginn. Þaðan fóru
þeir áleiðis til Milwaukee, en liöfðu svo miklar
tafir á leiðinni, eins og títt er með vörulestum
(freigbt trainsN, að þeir komu ekki til Milwaukee
fyrr en þann 27. s. mán. Farbréf fyrir hvern
kostaði 94 ríkisdali ríkismyntar frá Kaup-
mannahöfn til Milwaukee.
iEfisögu-átrip binna fyrítu Testurfara.
JÓN GtSLASON er fæddur að Kálfholti í
Holtasveit 12. desember 1849. Faðir hans var
séra Gísli Isleifsson etatsráðs Einarssonar á
Brekku á Alftanesi, en möðir Jöns, Sigríður
Guðmundsdóttir, var ættuð úr Mýrdal í Festur-
Skaftafelssýslu. Faðir Jóns dó þegar hann var
á öðru árinu, og ólst hann upp hjá móður sinni,
sem fiutti að Selalæk í Rangárv.sýslu, skömmu
eftir andlát manns hennar. Hann var lijá móð-
ur sinni þangað til árið 1865, og var hann þá
nokkur sumur við verslun a Eyrarbakka, en ár-
in 1868 til 1870 ársmaður þar. Hann fói af Eyr-
arbakka áleiðis til Ameríku 12. maí 1870, og kom
til Milwaukee 27. júnímán. sama ár.eins og áður
er skýrt frá. Hann dvaldi um tíma í Milwaukee,
en fór um haustið til Washington Island og
keypti þar land í félagi við William Wickmann,
sem áður er getið. Létu þeir félagar þá höggva
skóg á landi sinu, og bygðu- útskipunar bryggju
o. s. frv, Árið 1873 skiftu þeir eignum sínum,
og fékk þá Jón mest af landinu, með húsum, en
Wickmann bryggjuna, ásamt nokkrum ekrum af
landinu. Hefur Jön að mestu leyti verið á eyj-
unni síðan. Hinn 8. nóvember 1877 giftist hann
Ágústu dóttir Einars kaupmanns Bjarnasonar