Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 55
33
inn annar fengi „bein úr sjó“. För hann áleið-
is til Vesturheims 12. maímán. 1870. Hann lenti
í Mihvaukee, og réði sig til fiskimanna þar sum-
arlangt, en fór um haustið til Washington ísland,
oghefur ávalt verið þar síðan. Um tíma bjö hann
á landi sínu, en seldi það og flutti sig niður að
vatninu, og hefur hann stundað fiskiveiðar mest-
megnis síðan. Hann kvæntist 23. júlí 1875,
Guðrúnu Ingvarsdóttir frá Mundakoti í Árness.,
liafa þau hjón eignast 5 börn, 2 sonu og 3 dætur;
sem lifa og eru nú uppkomin og hin mann-
vænlegustu. Guðmundur er, eins og hann á ætt
til, vel greindur, og hagmæltur var hann kall-
aður á íslandi, en lítið mun hann hafa fengist
við ljóðastef hér vestra. Hann er langfærastur
af löndum sínum hér til að dæma um ljöðasmíði,
og minnir þann sem þetta ritar að séra Matt-
ías sé hans uppáhalds skáld.
ÁRNI GUÐMUNDSSON er fæddur að
Gamlahliði á Álftanesi 24. október 1845. Faðir
hans, Guðmundur Erlendsson, var ættaður úr
Grímsnesi, en móðir hans var Sigríður Þorleifs-
döttir frá Oddgeirshólum í Flóa. Að Gamla-
hliði ólst hann upp, en fór þaðan 18 ára gamall
austur á Eyrarbakka; gerðist vinnumaður hjá
G. Thorgrimsen og var hjá honum í 4 ár. Fór
síðan til Reykjavíkur, og lærði þar trésmíði hjá
Jóhannesi Jönssyni snikkara. Fór hann að því
búnu aftur austur á Eyrarhakka, til Thorgrim-
sens, og var þar vinnumaður og búðarmaður
þangað til um vorið 1870, að hann fór með þeim
félögum til Ameríku. Var hann að fiskiveiðum
um sumarið með félaga sínum Guðmundi Guð-
mundssyni, og för- það liaust til Washington