Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 58
SG
Laaiuuuiii) á Wasliinrloii-cy.
Washington Island (Indíánar kölluöu eyna
Pottavatomie) liggur á 45° 20' n. br. og 86° 50'
vesturl., í norövestur enda Michigan-vatns,
hér um bil 7 mílur norður af Door County-skag-
anum. Heitir sund það sem aðskilur eyna frá
meginlandinu ,,Deaths Door“ (Port la Mort) og
sameinar Michigan-vatnið við Grænaflöa (Green
Bay). Að austan er því Michigan-vatnið, en að
vestan og norðan Græniflói. Eyjan er hér um
bil 7 mílur þar sem liún er lengst, en 5 mílur
þar sem hún er breiðust, eða nálægt því.
Að stærð er hún hér um bil 28 ferhyrnings mílur
(sections). Nokkrar minni eyjar liggja í kring-
um hana, að norðan Rock Island, en að sunnan
Detroit, Plum og Pilot. Á 3 þeirra eru vitar
(Liglit Houses), og á Plum einnig björgunarstöð
(Life Saving Station). Allar eyjarnar gera hér
um bil fult townsliip að stærð.
Saga íslenzku nýlendunnar áWashington-
eynni er svo að segja samvaxin við sögu eyjar-
innar. því þegar fyrstu landar komu þangað, ái'-
ið 1870, voru að eins fáir bændur —6 til 8 —farnir
að ryðja bletti i skóginum og voru að koma sér
upp kofum úr trjábolum (log shanties). Reynd-
ar höfðu fiskimenn búið þar í mörg ár áður, með-
fram ströndunum, en umbætur gerðu þeir engar;
að eins hjuggu þeir skóg til eldiviðar í kringum
híbýli sín, og seildust við og við í bestu furutrén
upp á eynni handa sér í tunnustafi,—í þá daga
var allur fiskur saltaður í hálftunnur, og var þá
svo að segja hver fiskimaður einnig beykir og
smíðaði botél sín sjálfur—; nú er þar á móti fisk-
urinn iagður í ís og liann sendur freðinn út
um endilanga Ameríku. Smátt og smátt fóru
yrktu blettirnir í skóginum að stækka og fjölga,
trjástofnarnir að fúna, svo dálítið fór að fríkka í
kringum híbýli manna. Með árunum föru