Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 59
37
,,logga“-kofarnir að hverfa,en í þeirra stað komu
snotur timburhús. Girðingar, sem lengi fram
eftir yoru gerðar af trjástofnum, sumar úr sver-
ustu furutrjám, og hinar alkunnu ameríkönsku
króka-girðingar (zig zag fences), er nú að mestu
horfið, en aftur komnar girðingar úr stalþráð.
Vegir, sem lengi fram eftir voru illfærir akneyt-
um eru nú ílestir orðnir sléttir og þurrir. Brunn-
arhafa verið boraðir í gegnum 50 til 150 feta þykt
bjarg. Eyjan er sem sé einn klettur, með mis-
þykku jarðlagi ofan á, og hafa nú allir bændur
vatn á hlaðinu, en í gamla daga varð að sækja
það á vögnum í tunnum, Og var þá vatnið vita-
skuld sparað, nálega farið eins spart með það og
mjólk nú—og töluvert sparara en þeir fara með
„björiun“ í Milwaukee. Fjögur skólahéruð eru
nú á eynni; er tala nemenda nú um 360. Af ís-
lenskum ungmennum hafa 6 tekið kennarapróf:
Benedikt, sonur Jóns Þórhallasonar, Jakobína,
dóttir Jóns Gunnlaugssonar; Eva.Ella og Ágúst,
börn Jóns Gíslasonar; og Lái-a M. Guðmundsen.
Þótt nú máske ekkert verulegt stórvirki
liggi eftir Islendinga þar, heldur en aði-a, þá má
þó það með sanni segja, að þeir hafa átt fullan
þátt í því að gera eyna að einhverri hinni álit-
legustu og byggilegustu sveitum sýslu (county)
þessarar.
SKRÁ yfir landnámsmenn á Washington-
eyjxxnni frá 1870 til þessa dags. — Við þá sem
eru þar enn er engin athugasemd gerð:
1870. Jón_ Gíslason, Guðmundur Guðmundsson
og Árni Guðmundsson, er þeirra áður getið.
1871. Kom Einar Bjarnason, kaupmaður úr
Reykjavík með elsta son og elstu dóttir
sína, en kona hans kom með hin böimin 2