Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 60
38
árum síðar. Ha; n flutti sig til Milwaukee
1873, en kom liingað aftur 1882. Hann dó
3. desember 1895. 7L árs gamall. Ekkja
lians og 4 börn eru hér á eynni.
Sama ár. Jóhannes Magnússon frá Langekru
í Rangárvallasýslu, með konu. Jðhannes
dó í Lincoln Co. í Minnesota, árið 1898, en
ekkja hans er hér.
1872. Fóru 14 manns af Eyrarbakka; af þeim
lentu flestir á eynni. Þrjár persðnur af
þeim eru hér enn: Ólafur Hannesson, sonur
Hannesar Sigurðssonar og konuhansGuð-
rúnar Jónsdöttur á Litluháeyri á Eyrar-
bakka; Arni Guðmundscn, sonur Þórðar
kameráðs Guðmundsen, sem lengi var
sýslumaður í Arnessýslu, og konu hans
Jóhönnu A. Knudsen; og Guðrún Ingvars-
dóttir, sem giftist. Guðm Guðmundssyní,
eins og áður er getið. Hinh' aðrir, sem
lentu liér úr þessum hóp. -voru: séra Hans
Thorgrimsen;_Dr. Arnabjarni Sveinbjörns-
son; Þorkell Arnason frá Eiði á Seltjarnar-
nesi; og Olafur Guðmundsson. frá Arnar-
bæli. Þessir fóru hóðan aftur eftir lengri
eða skemri dvöl.
1873. Pétur Gunnlaug*son; liann kom af JökuÞ
dal í X .-Múlasýslu, sonur Gunnlaugs Jöns-
sonar og fyrri konu hans Maríu Einars-
döttur frá Brú á Jökulda'. Er Pétur og
þeir bræður komnir i 12. lið af Þorsteini
Jökul, sem flúði undan svartadauða upp í
Dyngju á Arnardal, hvar iiann dvaldi í
nokkur ár;en þegar karl loksins vogaði sór
niður í bj^gð aftur, var sveitin mannlaus.
Nam liann þá Brú á Jökuldal, og' skyldi
jörðin laka yfir lj£ þingmannaleið á livern
veg.
Sama ár. Teitur Teitsson, liafnsögumaður af
Eyrarbakka; var faðir hans TeiturHelga-
son, einnig hsm. á Eyrarbakka. Hannfór
hóðan alfarinn 1887, og mun nú eiga iieima
í Manitoba.
1874. Oddur Magnvssoti, af Jökuldal, sonur