Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 66
-14
í Canada. í Toronto var staðiö við í tvo daga,
því menn 'voru þá enn öráðnirí hvaríOntario að
best væri að setjast aö, og þurftu því að leita sér
allra upplýsinga þar, sem hægt var að fá. All-
fléstir vildu ná sér i bújörð sem fyrst, og jafn-
fi’amt að komast að einhverri atvinnu, því fæstir
í hópnuni liöfðu þá peninga afgangs til að byrja
með búskap strax.
I Muskoka í Ontario var þá mikið af óteknu
landi, og mikið látið af landskostum þar; einnig
sögð talsverð vinna í smábæuum Rosseau, sem
stendur við samnefnt vatn í Muskoka. Var því
afráðið að allur hópurinn héldi þangað, og
lagt á stað þann 29., en komið til Rosseau að
kveldi þess 30. ágúst. Þar var þá mjog lítið urn
vinnu, og voru það slæm vopbrigði fyrir menn.
í kringum fiosseau og Rosseau-vatn var ait
land tekið, en Islendingum vísað á land um 15
mílur norður þaðan. Voi u sendir þangað til að
skoða það land: Ólnfur Ólafsson, Friðjðn firið-
riksson og Þorlákur Pétursson. Eftir 3 daea
komu þeir aftur, og líkaði ekki landið það erþeir
skoðuðu. En áður en þeir komu til baka aftur,
hafði agent stjörnarinnar í fiosseau vísað Is-
lendingum í aðra átt til landskoðunar, 6 mílur
austur frá Rosseau. Hann léði þeim fylgdar-
mann, því þar var alt í gegnnm óruddan skóg
að fara. Og fóru í bá landskoðunarferð: Baldvin
Helgason, Davíð Davíðsson, Anton Kristjánsson
og Jön Hjálmarsson. Þeim leist vel á landið
meðfram Rosseau-ánni, og þar austur, að svo
miklu leyti sem þeir gátu skoðað það. Landið
var þar vaxiö stór-skógi, með engjablettum á
stöku stað, þar sem vatn flaut yfir vor og haust,
Og þar eð l:\nd þetta var þá ötekið og sagt gott*