Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Blaðsíða 67
45
var afráðið að mynda þar íslenska nýk-ndu, ef
loforð fengist frá stjórnirun um, að iagður yrði
þá á næsta sumri akvegur frá bænun. Kosseau
austur í gegnum liina fyrirhuguðu. isif.nsku
bygð. Beið mikill hluti íslendinga í Rosseau
um 2 vikur, vinnulaus, eftir því loforði frá
stjórninni, en að því fengnu skiifuðu margir sig
fyrir heimilisréttarlöndum þar. Fengu menn
þá um leið vinnu við að höggva bráðabirgðarveg
til nýlendunnar. Kaupgjald var mjög lágt,
enda allir fákunnandi til þeirrar vinnu. En er
þeirri vegagerð var lokið var orðið svo áliðiö
sumars, að menn gátu ekki fiut.t á lönd sín það
haust, til þess að geta komið upp húsum og búa
um sig að öðru Jeyti undir veturinn, og fiestir
þá líka orðnir félitlir, eins og áður er sagt, og
þurftu því að sæta vinnu yfir veturinn. Þar af
leiðandi fluttu engir á lönd sín það haust, utan
Baldvin Iielgason og Davíð Davíðsson, sem
keyptu í félagi 200 ekrur af landi, rétt við hina
fyrirliuguðu nýlendu, af innlendum manni, er
það liafði numið ári áður. A landinu var hús
og töluverðar slægjur. Eiuttu þeir þangað um
haustið með miklum erfiðleikum; keyptu nokkra
nautgripi og heyjuðu fyrir þeim eftir 8. október
um haustið.
Allmargir staðnæmdust í bænum Rosseau
yfir veturinn og höfðu vinnu við skögarhögg, og
all-margir föru um haustið til ýmsra staða,til að
leita eftir vinnu. Og fóru Islendingar þá strax
að dreifast all-víða. Samt munu flestir liafa
haft fastan hug á að flytja til nýlendunnar, eins
fljótt og kringumstæður þeirra leyfðu.
Um vorið 1874 kom Sigtryggur Jónassoa
(núverandi ritstjöri Lögbergs) til nýlendunar,