Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Blaðsíða 70
48
kostbærar byggingar á bújörðum sínum. Og þó
þeir allir flytji þaðan, eða hveríi sem íslencling-
ar úr sögunni, þá munu lönd þau, er þeir hafa
numið, lengi bera þeirra menjar, þjóðflokki
þeirra til sóma. Þeir hafa áunnið sér þann
orðstír hér á meðal enskumælandi fólks, aðvera
duglegir, sjálfstæðir og áreiðanlegir menn.
Jjáttnr íslendiuga í 5ýja Skotlandi.
EFTIR SlGURD J. JÓHANNESSON.
Það var um haustið 1874, 23. september, að
gufuskipið St. Patriek konr austan um liaf, beina
leið frá Islandi, og lenti í borginni Quebec með
365 íslendinga innanborðs (ekki 250 eins og
stendur í almanaki siðasta árs), Hópur sá flutti
tafarlaust til lítils bæjar, er Kinnrount nefnist,
í fylkinu Ontario, um 60 mílur norður frá höfuð-
borginni Toronto. Bjuggust menn þar til vet-
ursetu í bjálkaskálum þeim, er Ontario-stjórn
hafði reisa látið í því skyni. Skömmu eftir
þangaðkomu flokks þess, kom þangað austan
frá Nýja Skotlandi (Nova Scotia) ungur maður,
Jóhannes Arngrímsson (prests að Bægisá í Eyja-
fjarðars.) Kvaðst hann vera sendinraður stjórn-
arinnar þar, og liafa fult umboð til að bjóða
mönnum þangað til landtöku með liinum glæsi-
legustu kjörum, og lét hann allmikið af land-
kosturn og öðru þar. Og með því hann var lip-
ur maður ogfylgdi máli þessu allfast fram, vai'ð
honum talsvert ágengt. Kveikti það brátt upp
talsverða sundruirg og óánægju hjá mörgum,
sem líka var ekki farið að lítast sem best á fram-