Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 72
50
atvinnu við að leggja veg gegnum nýlenduna,
sem stjóruin lét gera.
Þarlendir menn vildu telja nýbyggjum trú
um, að land þetta væri liið besta, frjött og vei
fallið til ræktunar, þegar af væri ruddur skög-
urinn, og varð mönnum að leggja trúnaðá slíkt,
því þekking landa til að velja land var af mjög
skornum skamti í þá daga. Menn streittust því
við af mesta kappiaðryðja sköginn, rg sýndu
í þvi ötrúlega mikinn dugnað, jafn-övanir þeirri
vinnu og þeir voru. Alt varö að brenna upp
þar sem það var felt, því ekki var hægt að gera
sér verð úr neinu eða selja nokkra spýtu. Þegar
fram liðu stundir, fór reynslan smámsaman að
opna augu manna, svo þá fór að gruna að ekki
væri alt með feldu og að land þetta mundi ekki
geta orðið farsælt til fi-ambúðar. Einnig föru
mönnum þá hvað af hverju að berast fréttir frá
löndum þeirra hér að vestan, sem sets't höfðu að
í liinum frjósama Rauðárdal i Norður-Dakota
og Manitoha, og varð það meðal annars til að
kveikja megna hurtfararsýki hjá þeim alment.
Þö þraukuðu þeir svona áfram þar til um vorið
1881, að allir töku sig upp til burtferðar,að fáein-
um undanteknum, sem ekki komust þá, en lögðu
upp undir eins næsta vor. Þannig eyðilagðist
nýlenda þessi algerlega á einu ári, og er síðan í
auðn. Fölk þetta fluttist flest til Norður-Dakota
og Manitoba, og er þar búsett nú; fátt eitt fór til
Minnesota.
Þótt nýlendustofnan þessi mishepnaðist
þannig, verður ei annað með sanni sagt en að
stjörn Nýja Skotlands vildi með ráðurn og dáð
að henni blynna; hún lét undir eins reisa skóla-
iiús í miðri nýb'ndunni.algcrlega á sinn kostnað.