Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 74
52
slægna um eitt og tvö ár, en svo varð það ein-
ungis notað fyrir bithaga.
Heilsufar nýbyggja var hið besta allan þann
tíma, er þeir clvölclu þar, sem sannast best á því,
livað litið var um manndauöa í hópi þeirra. Að
eins þessar þrjár persónur önduðust á sex ára
tímabili: Guðrún Guðmundsdöttir, kona Stefáns
Brynjólfssonar, frá Botnastöðum í Svartárdal í
Húnaþingi; Jóhann böndi Bjaruason, ættaður
úr Fljótum í Skagafjarðarsýslu; og eitt ungbarn
úr Múlasýslu.
Ki rkjumúl.
Af kirkjumálum er fátt, að segja. Þangað
komu engir íslenskir prestar, sem líka var naum-
ast væntanlegt; þeir voru fáir hér vestan hafs í
þá daga, og þeir fáu í mikilli fjarlægð. Þýskir
lúterskir söfnuðir voru suðvestan til í Nýja Skot-
landi, í héraði því er Lunenburg nefnist, og fóru
þeir brátt að veita liinum íslensku trúbræðrum
sínum athygli, er þeir fréttu að setst hefðu að í
Mooselandi. Prestar þeirra gerðu sér því ferð
hvað eftir annað til nýlendunnar, og komu þar
á, að nafninu til, safnaðar-myndun, héldu guðs-
þjónustur á ensku, skírðu börn, fermdu ung-
menni og gifr.u hjón; og að öllu fóist þeim vel cg
mannúðlega við nýlendubúa,bæði íorði ogverki.
Burtf liitningnr.
Þeir, sem setst liöfAu að í Nýja Skotlandi og
dvalið þar urn lengri eða skemri tíma, en fluttu
síðan liingað vestur, voru þeir sem hér skal
greina eftir því, er ég frekast man. Fjölskj’ldu-
feður voru þessir: Sigurjön Svanlaugsson,er kom-
ið hafði úr Jökuldal, en flutti til Minnesota;
Guðmundur Guðmundsson, frá Tungukoti í