Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Blaðsíða 79
57
mílur norðaustur afMinneota. Þar er síðan
kallað að Hákoiiarstöðnm. Hinn 4. júlí hátíð-
isdag Bandamanna, settist Gunnlaugur Péturs-
son á land sitt og býr þnr enn.
Gunnlaugur Pétursson er fæddur á Hákon-
arstöðum á Jökuldal, 10. september 1830. Höfðu
feður hans búið þar um marga mannsaldra
hver fram af öðrum, og hétu allir Pótrar í níu
eða tíu liði. Árið 1857 kvæntist hann Guð-
björgu Jónsdóttir, dóttir Jóns Einarssonar og
Guðnýjar Sigfúsdóttur, sem lengi bjuggu í Snjó-
holti í Suður-Múlasýslu. Tók þá Gunnlaugur
við búi föður síns, og bjó á Hákonarstöðum þar
til hann fór til Amen'ku, árið 1873, eins og áður
el' sagt. Þeim hjónum varð margra barna auð-
ið, en haf.i mist þau öll, utan tvær dætur, sem
heita Elísabet og Karólína, og er hin fyrnefnda
skólakennari þar í bygðinni, en hin gengur á
skóla. Konu sína misti hann árið 1898 (21.
marsmán.). Gunulaugur býr mesta rausnar-búi,
og er heimili hans eitthvert liið fegursta þar í
bygðinni.
Næsta sumar (1876) fluttu fleiri íslendingar
vestur til Minnesota frá Wisconsin og námu
land í grend við Hákonai staði hina nýju, í Lyon
County. Voru það þessir: Sigmundur Jónatans-
son, ættaður úr Þingeyjarsýslu; Guðmundur
Henry Guðmundsson, ættaður úr Dalasýslu
(dáinn 16. des. 1898'; og Eiríkur H.Bergmann og
Kristinn Ólafsson, sem nú eru búsettir í Islend-
inga-bygöinni í N.-Dakota. Þetta sama haust
kom einnig til nýlendunnar Arngrímur Jónsson,
ættaður frá Galtastöðum í N.-Múlasýslu', og
er svili Gunnlaugs Péturssonar.
Næsta sumar (1877) kom frá í&landi og sett-