Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Side 84
62
álnavöru-verslun i Minneota frá því árið 1890 tii
92, en hefur síðan verslað með fasteignir og
jafnframt verið umboðsmaður fyrir lífsábyrgðar-
og brunaböta-félög
St. Gilbertson (Sturlaugur Guðbrandsson,
ættaðurúr Dalasýslu), var lengi aðstoðarmaður
trjáviðarsala eins í Minneota, en 1898 tók hann
við þeirri verslan, og er faktor fyrir stórkaup-
mann í Winona.
Árið 1894 bjn-jaði F. R. Johnson, er áður
var nefndur, klæðaverslan í Minneota og hélt
lienni áfram í þrjú ár, en hefur síðan verið far-
and-sali fyrir stórkaupmenn í St. Paul.
Yorið 189 > byrjað. 0. G. Anderson (Ólafur
Guðni Arngrímsson, frá Búastöðum í Vopna-
firði) að versla með álnavöru í Minneota. Um
haustið gengu í félag með lionum, S. A. Ánder-
son, sem var síðastur verslunarstjóri „Verslun-
arfélags íslendinga", og J. S. Anderson (Sigur-
jön Arngrímsson, bróðir Ólafs). Var þá versl-
anin störum aukin, og hafa þeir félagar síðan
verslað með margskonar varning og nefn-t,,0.
G. Anderson & 0o.“ Það er stærsta verslanin í
bænum.
Árið 1898 byrjaði verslan sú, er gengur
undir nafninu „Gíslason Bros.“. Eiga hana
þeir bræður Þorvaldur og Árni, synir Björns
Gíslasonar, frá Hauksstöðum. Er það járnvöru-
verslan sú, er áður átti Stefán Sigurðsson, en
þeir keyptu.
Vorið 1895 stofnuðu þeir S. Tlr. Westdal
(Stefán Þorsteinn JónssDn, Guðmundssonar,
(vopnfirskur maður) og G. B. Björnsson (Gunn-
ar Björnsson, Björnssonar, úr Jökuldal) prent-
^•élag það, er nefnt var ,, Westdal & Björnsson11.