Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 86
64
nám á æðri mentastofnunum. Sigurður Sig-
valdason, ættaður frá Búastöðum í Vopnafirði,
útskrifaðist frá ríkishásköla Jiinnesota, og gegn-
ir kennara-embætti. SÖmuleiðis hafa útskrifast,
af sama sköla, tvær clætur Jónatans J. Petersons,
kaupmanns. Giftist önnur þeirra sænskum
lækni í Minneapolis, en lést vorið 1899. Hin er
kennari í bænum Hedwood Fails í Minnesota.
Að undanteknum bæjarembættunum í
Minneota, hafa fáir Islendingar liaft opinberum
embættum að gegna. Árni Sigvaldason, frá
Búastöðum, er áður var talinn með fyrstu land-
nemum í Lincoln County, hefur frá því um nýár
1899 gegnt héraðsskrifara-embættinu í Lincoln
County, og er til þess kosinn til fjögra ára.
Ilandverksmenn eru nokkrir á stöðvum þess-
um. I Marshall er bökbindari, Matéisalem
Árnason, frá Rjúpnafelli i Vopnafirði. Þeir
Kristján Schram, ættaður úr Rangárvallasýslu,
og Pétur Pétursson (Jökull), frá Hákonarstöð-
um á Jökuldal, hafa verið mestir smiðir og
hyggingameistarar hér.
111. Fcla«>'sl{npiir.
Þegar íslendingar föru að verða all-fjöl-
mennir í landnámi þessu, föru þeir að lialda
fundi með sér og ræða um, hvernig þeir best
gæti varðveitt og eflt menning og söma sín á
meðal. I Lincoln County hundust menn strax
(1878) félagsböndum, til að gangast fyrir ýmsum
fyrirtækjum: útvega bækur og blöð til lesturs,
eignast grafreit til að jarða hina dauðu í,og koma
á húslestrum á lielgum dögum. Samskonar
starfsemi átti sér einnig stað í Austurbygðinni.