Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 87
65
Enbrátt fékk félagshugmynd þessi á sigákveðn-
ara snið. Upp úr tilraunum þessum mynduðust
í Lincoln County tvö sjálfstæð félög. Var ann-
að kallað ,,Framfarafélag“, og var sniðið eftir
félagsskap þeim er Islendingar höfðu baft með
sér í Milwaukee. Varð síðar úr þessu félagi það
sem nú heitir ,,Lestrarfélag“ og aðallega hefur
að starfsefni að auka mentun og bóklestur.
Hefur fé’ag það komið sér upp samkomuhúsi
(bygt 1884), og hefur það einnig lengi verið
notað sem guðsþjónustuhús.
Hitt félagið er safnaðarfélagið. Sá félags-
skapur er sá aðal-félagsskapur er Islendingar
mj-nda einir út af fyrir sig, en þeir eru annars
með í margskonar félagsskap xneð innlendum
mönnum.
Saga íslensku safnaðanna í Minnesota er
hér um bil á þessa leið:
Það var haustið 1878, að samtök byrjuðu til
myndunar kirkjulegum félagsskap. Voru þá
haldnir fundir í hvorttveggju bygðunum, og var
kosin nefnd manna á báðurn stöðunum til þess í
sameiningu að semja safnaðarlög. I Austur-
bygð voru kosnir í nefnd þessa: Snorri Högna-
son, EiríkurH. BergmannogGuðmundur Henry
Guðmundsson; en í Vesturbygð Árni Sigvalda-
son og Stefán Sigurðsson. Nokkru fyrir jól, hið
sama ár, kom nefnd þessi saman, að heimili
Árna Sigvaldasonar, og ræddi málið. Þær tvær
stefnur, sem um þær mundir réðu í kirkjumál-
um Islendinga í Nýja Islandi, liöfðu einnig náð
til Islendinga i Minnesota. Eins ogkunnugter
var séra Jón Bjarnason forvígismaður stefnu
þeirrar er fylgdi iúterskum lærdómi á sama
liátt og kirkjan á Islandi, en séra Páll Þorláks'