Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Side 89
67
Bjarnasyni upp á tilraæli safnaöanna. Séra
Jón léöi söfnuöinum til aö kalla, sem prest, séra
Halltlór Briem, er þá var þjónandi prestur í
Nýja Islandi. Var þessi tiilaga séra Jóns sam-
þykt í báöum bygðunum, og séra Halldóri sent
köilunarbréf. Kom liann svo til safnaðanna í
miðjum aprílmánuði 188L og þjónaði söínuðun-
um í eitt ár, en livarf síöan norður til Winnipeg,
og eftir eins árs dvöl þar til íslands. Voru nú
söfnuðirnir prestlausir um nokkur ár.
Vorið 1883 heimsótti séra Friðrik J. Berg-
mann íslendinga í Minnesota. Hafði hann það
vor útsknfast af lúterskum prestaskóla í Phila-
delphia, og var nú á leið til íslendinga-bygðar-
innar í N.-Dakota, til að gerast þar prestur.
Prédikaði hann fyrir löndum sínum hér, og vann
mörg prestsverk. Fóru menn nú á ný að hugsa
um að fá prest. Var þá ráðið að fá Níels Stein-
grim Þorláksson, er verið hafði séra Friðriki
samtíða í skóla, en var nú við guðfræðisnám í
Kristianiu í Noregi. Var lionum sent köllunar-
bréf, og varð hann við áskorun safnaðanna, kom
tii Ameríku, þáði prestvígslu af séra Jóni Bjarna-
syni, forseta kirkjufélagsins. og gerðist prestur
íslendinga i Minnesota haustir 1887. I sjö ár
þjónaði séra N. Steingrímur Þorláksson söfnuð-
unum, eða þar til liaustið 1894, að hann fiutti til
Park River í N.-Dakota, en séra Björn B. Jóns-
sou tók við prestsþjónustunni.