Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 90
TELEGRAFFINN.
Hvað mikið öllu fleygir fram í lieiminum, að
því er snertir viðskifti og þægindi, sér maður
best þegar atkugað er, að fyrir 50 árum var tele-
graff-uppfindingin í barndómi. Fyrsti full-
komni landþráðurinn, með áþekkum útbúnaði og
tilfævum sem nú er almennur, var ekki albúinn
fyrri en árið 1844, og fyrsti gagnlegi telegraif-
þráðurinn á liaf-botni var sá er lagður var á
milli Englands og Frakklands árið 1851. Aldur
þessarar þýðingarmiklu uppfindingar til frétta-
fiutnings er því í raun réttri ekki nema lítið yfir
50 ár, en á þessari hálfu öld hefur útbreiösla
fregnberans verið svo mikil, að í janúar 1899 var
áætlað að til vær'u í lieiminum og í daglegu
brúki 31 milj. mílna af telegraff-vír á landi, en
það er nægileg lengd, væru þræðirnir allir
komnir í eina hespu, til að vefja vírinn 140 sinn-
um utan um jörð vora um miðjarðarlínuna. Al-
ment talað, er ekki talið að til séu rneira en
835,000 mílur af telegraif landþráðum, en það
sýnir að vírinn er meira en fjórfaldur á milli
allra telegraíl-stöðva að meðaltali. A útkjálk-
um og í nýjuin bygðum er vírinn víða ekki nema
einfaldur, en á milli stórborganna er hann
tífaldur, og alt að fertugfaldur.