Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 95
LIF VERKAMANNANNA.
Ritgjörð sú, sem hér fer á eftir, er mjög sam-
andreginn kafli úr nýrri bók eftir Bandaríkja-
mann einn. Bókin heitir ,,Yerkamennirnir“
(Tlie WorkersJ. En tildrögin að bókinni eru
svona: Höfundurinn, Walter A. Wyckoff, vel
mentaður maður og auðugur, komst í heimboði
einu í þrætu út af kjörum atvinnulausa fólksins
í borgum Bandaríkjanna. Því var haldið fram,
að það væri þessu fólki sjalfu að kenna ef það
væri iðjulaust, en Wyckoíf neitaði því, og sagð-
ist skyldi færa mönnum lieim sanninn með því
sjálfur að fara og gjörast verkamaður. Að þessu
var einungis hlegið; en fáum dögum síðai' lagði
Wyckoff á stað,með nokkur dagblöð undirhend-
inni til að selja, og ein nærföt til skifta, bundin
í klút. Hann hafði ekkert cent á sér. Ferð
sína hóf hann skömmu fyrir sýninguna miklu í
Chicago, og varði hann tveim árum æfi sinnar
til þess að lifa með allslausum verkamönnum
e'ins og einn þeirra og á þann hátt útvega sér