Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Blaðsíða 99
77
leið: „Nei, ég þarf þin eiki“ — og stundum er
bætt við blötsyrði.
„Eg held þú sért fimtugasti maðuriun, sem
hefur heðið mig um atvinnu í dag“, sagði einn
verkstjórinn, sem var ögn almennilegri en hinir.
—„Ég get vorkent ykkur, vesalings ræflarnir
ykkar“, hætti hann við og horfði stíft framan i
mig, ,,en það er of mikið til af ykkur“.
Stundu seinna er mér hoðið inn á bænafund,
og ég sit í hlýju og hjörtu herbergi og hlusta á
sálmasöng og lestur guðs orðs. 0, þau gæði að
hafa hita og mega sitja í friði! Aftur og aftur
þennan sama dag hafði ég setst niður á tröpp-
uinar fyrir framan ýmsar opinberar byggingar,
og mér hafði eins oft verið sent hornauga; og
loksins skipaði umsjónarmaður einn mér að
standa upp með þeim orðum, að „kirkjutröppur
væri enginn hvíldarstaður fyrir slæpinga11.
Bænafundurinn er úti og menn tínast í
burtu. Það er enn þá blaut snjódrífa. Við út-
gönguna talar ungur maðurtil mín:
„t>ú ert býsna votur;—er ekki svo?“
Ég sé undir eins, að hann er miklu álitlegri
að útliti en ég, en áður en ég fæ tíma til að svara
bætir hann við, um leið og hann hrettir upp
kraganum: „það er skolli hart að fara út í þetta
veður.11
„Já, það er hart“—sagði ég.
„Hefurðu engan stað að fara til?“—spyr
hann.
„Nei“.
„Ekki ég heldur. Hvenær komstu í hæinn?“
„í kvöld,“
„Að leita að vinnu?“
„Já!“.