Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 100
78
,,Eins og ég. Hverskonar vinnu?“
„Hvaö sem ég get fengið.-1
„Kantu ekki neina liandiðn?"
„Nei.“
„Eg held þú sért ef til vill ekki verr farinn
fyrir því. Ég kom í gær, og ég hef aldrei áður
séð jafn-marga aðgerðalausa menn og flækinga
á æfi minni. Þegar járnsmiðjunum í Cleveland
var lokað, þá var búið með mig. Ég gat ekk-
ert íengið þar, og svo braust ég út hingað. Ég
hafði 50 cents í vasanum, og .-'fyrir það horðaði
ég í gær og fékk rúm í nótt, en seinasta centinu
mínu eyddi ég fyrir bita í dag. Éghefveriðá
nærri hverri einustu járnsteypu í Chicago, held
ég, en hef enn engin merki, séð þess, að ég fái
vinnm Hvar ætlarðu að hola þér inní nótt?“
„Ég veit ekki, því ég á ekki heldur neina
peninga.11
„Ég ætla að fara á Harrison-stöðvarnar, og
ég skal sýna þér veginn, lagsmaður, ef þú vilt,
Ég heiti Clark, Thomas L. Clark“, hætti hann
við.
Ég sagði honum nafn mitt, en hann hefur
eflaust ekki álitið það hentugt, því hann gaf þvi
frá upphafi engan gaum, og kallar mig alt af
„lagsmann."
£>að var enn ein klukkustund til miðnættis,
og við vorum á leiðinni ofan Quincy-stræti.
Stórir skarar af fólki eru á heimleið úr leikhús-
unum, og flýta sér upp í strætisvagnana. I
þessu hili sjáum við vítr, og stórt anddyri, sem
leiðirinnað verslunarhúsi, svo stórt, að innri
hornin eru alveg ósnortin af úrkomunni, og eitt
þeirra nokkurn veginn í hlé fyrir vindinum. Við