Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 101
79
fórum báðir í sömu andránni inn í hornið og
kreptum okkur þar saman bvor hjá öðrum.
TJm stund sátum við alveg kyrrir. En svo
fóru tennurnar að nötra og við gátum naumast
talað. Það var heldur ekki um neitt að tala á
því augnabliki nema það, hvað gott væri að fá
mat og húsaskjöl. Nokkrir menn fóru fram hjá
rneðan við sátum þarna í 15 minútur eða meira;
en enginn þeirra sá okkur, og það var heppilegt,
því einu af þeim var lögregluþjónn, sem gekk
upp og ofan hinum megin og sveiflaði kylfunni
sinni eftir fótatakinu.
Meðan við enn biðum þarna hræddir um að
verða sénir, kom kvenmaður gangandi. Hún
horfði niður fyrir sig ograulaði fyrirmunni sér.
Við hugsuðum við værum slopnir án þess að
hún sæi okkur, en alt í einu lét hún til sín heyra
og sagði:
,,Ó. hvern þremilinn eruð þið að gera þarna,
drengir?'1—það var kæti í röddinni, iétt eins og
hlátur væri inni fyrir. Eg varð orðlaus, en
'Clark sagði henni rólegur, að við hefðum leitað
okkur hælis þarna í horninu, og „viltu ekk^
halda áfram?“ spurði hann, ,,því þú kynnirann.
ars að vísa lögregluþjóninum á okkur“.
,,Hann kemur ekki enn nokkra stund, því
•ég mætti honum núna á horninu.'1 Þ.iu fóru að
tala meira saman, og stúlkan frétti um hagi
olckar, fékk að vita, að við biðum þarna til þess
að koma á. réttum tíma á stöðvarnar.
„Og því í ósköpunum komuð þið í þennan
bannsettan bæ?“ spurði hún. „Það eru þ'isundir
af piltum í ykkar sporum hér, sem ekkeit hafa
að gera.“
4) Það fauk í Clark og hann sagði: