Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Page 102
80
,,Og til hvers ólukkans komst þú þá?“
„Eg kom til að skemta mér, kunningi; en
lögreglan hefur gætur á mér, og mér hefur verið
hótað, að ég skyldi verða send í betrunarhúsið.
En nú fer ég, drengir. Góða nótt! Þið eigið
verra en ég, því ég er ekki svöng og ég hef rúm
að liggja i. Takið þið við þessu. Það er eklci
mikið, en það er alt, sem ég á. Góða nótt! Gangi
ykkur vel!“
Það gljáði á silfurpening í lófa Clarks; marg-
ar og þungar hugsanir fóru í gegnum höfuðið á
mér út af leyndardómum þessa lífs, og ókjörum
hinna ólánsömu.
,,Þetta er nóg fyrir tvo bjóra, lagsmaður,
og bita líka“, sagði Clark. „Eigum við ekki að
fara inn á drykkjustofu ?“
Pimm mínútum seinna yfirgaf hann mig
reiður. „Jæja, vertu kyrr þá, asninn þinn“—
sagði hann, og ég hélt ég hefði séð það síðasta
af honum.
Eg féll nú í einskonar tilfinningarleysis
mók, sem stundum kemur til líknar þeim, er
mjög þungt er fyrir hjartanu. En ég hrökk
fljótt upp við iðandi kvöl, sem lagði um mig all-
an frá mjöðminni. Næturvörður einn stóð upp
yfir mér með lukt í hendinni. Hann hafði vakið
mig með grimdarfullu sparki. Reiðin brann í
mér eitt augnablik, en ég áttaði mig fljótt á því,
hvernig á stóð fyrir mér, oghaltraðistútástræt-
ið; en vökumaðurinn blótaði á eftir mér. Ég
hafði dæmt Clark ranglega. Það ieið ekki á
löugu áður en hann kom á móti mér. Honum
var nú heitt og hann var saddur, og honum var
runnin reiðin.
Við erum álögreglustöðvunumskömmu eftir