Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1900, Síða 104
82
slíkt djöfullegt tal, þar sem alt hiö versta, sem
til er í manninum, kemur fram. Og hvað þeir
eru ljötir! En þö eru frá því undantekningar,
og óg sé líka nokkra, sem eru mannslegir eins
og Clark; sumir auðsjáanlega ný-innfluttir, og
ég er að reyna að hugsa mér, hvernig þeir'séu
innanbrjösts. sem eflaust áttu von á gulli og
grænum skögum í hinu frjálsa landi.
Clark sefur fast við hliðina á mér, en ég get ekki
sofið fyrir nagandi hungri og verk í mjöðminni.
í þessu fer ég að hugsa um annarskonar tilveru,
sem ég þekki,—tilveru, sem er eins ölík þessu og
dagurinn er nóttinni. I þeirri tilveru ríkir alt
það, sem lyftir manninum upp á við,og samvera
manna og samlíf hvílir á grundvelli frelsisins,
sannrar kurteisi og alls þess, sem sömasamlegt
er. Hver er sá hlekkur, sem tengir saman þessa
tvo heima, cg gefur lifandi þýðingu hinum guð-
legu orðum postulans til staðfestingar bræðra-
lagi mannanna, þessum orðum: ,,Því eins og
vér höfum á einum líkama marga limi.----------
þannig erum vér og margir. einn likami í lvristi,
en hver um sig annars limur“? I djúpum hugs-
unum um þennan leyndaidóm sofna ég, og
þannig endar minn fyrsti dagur meðal herskara
atvinnulausu aumingjanna.
Þegar við Clark vöknuðum snemma næsta
morgun, eftir fj'rstu nótt okka'r á lögreglustof-
unni, sáum við í gasljósbirtunni, að hin saman-
krepta rjúkandi mannahrúga var farin að
teygja úr sér. Hungrið skar okkur ekki, en
brennandi þorsti í þess stað, og mér fanst fyrst í
stað, að fóturinn á mér væri alveg máttlaus eftir
spark vökumannsins. Eáum klukkutímum áður
vildum við alt til vinna til þess að hafa húsa-